Betri stofur á flugvöllum

Þægilegt og afslappað umhverfi á flugvöllum, heima og erlendis.

Betri stofur út um allan heim gætu hentað þér mjög vel ef þú leitar að næði og rólegheitum á ferðalögum. Við getum veitt þér aðgang að rúmlega 1.200 betri biðstofum í yfir 500 borgum víðs vegar um heiminn.

Betri stofa Icelandair í Leifstöð er tengd ákveðnum tegundum korta sem og Priority Pass betri stofur sem finna má erlendis. Sjá má hér fyrir neðan nánar um betri stofur sem í boði eru.

 

Betri stofa Icelandair í Leifsstöð

Betri stofa Icelandair í Leifsstöð er hin glæsilegasta og þar geturðu verið í ró og næði. Netsamband, tímarit, veitingar og hvíldaraðstaða er meðal annars það sem betri stofan í Leifsstöð betur boðið þér.

Þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair þá veita ákveðin kort  þér, sem handhafa kortsins, aðgang í Saga Lounge stofuna í Leifsstöð án endurgjalds, ekki er heimilt að taka með gest. Börn fá eingöngu aðgang í Saga Lounge ef þau ferðast á Saga Premium.

Framvísa þarf kortinu og brottfararspjöldum við inngöngu í Saga Lounge stofuna í Leifsstöð. 

Undirbúðu þig fyrir flugið og slakaðu á í rólegu umhverfi betri stofunnar.

Þau kort sem að bjóða upp á aðgang í Saga Lounge stofu Icelandair í Leifsstöð eru:

Priority Pass stofur erlendis

Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.200 betri stofum í yfir 500 borgum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna betri stofu á ferðalögum þínum.

Framvísa þarf Priority Pass kortinu við inngöngu í betri stofur Priority Pass. Við bendum viðskiptavinum okkar á að athuga alltaf áður en lagt er af stað hvort að Priority Pass kortið sé í gildi en sé það útrunnið er velkomið að óska eftir nýju með því að fylla út form á heimasíðu okkar , hafa samband við okkur í síma 550 1500, senda tölvupóst á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort.is eða koma við í afgreiðslu okkar í Ármúla 28.

Handhafar Mastercard Premium, Platinum, Viðskiptakort Gull, Corporate fyrirtækjakort og Mastercard Business kort geta nýtt sér aðgang að Priority Pass stofum erlendis. Heimsóknargjald að upphæð 30 USD eru skuldfærðar á kort handhafa í kjölfar hverrar heimsóknar í Priority Pass betri stofur.

Ef korthafi óskar eftir að bjóða gesti með sér í betri stofu þá greiðist einnig 30 USD fyrir hans heimsókn.

Þau kort sem bjóða upp á aðgang í betri stofur Priority Pass erlendis:

Finna betri stofu erlendis