• felagsmidi-icelandair-165

Félagamiði Icelandair

Bjóddu góðum ferðafélaga með þér út.

Einn af frábærum kostum Icelandair American Express er Félagamiðinn. Óháð punktasöfnun eiga Premium korthafar möguleika á Félagamiða með Icelandair einu sinni á ári ef veltan á Premium kortinu sé 4 milljónir á 12 mánaða tímabili frá stofndegi kortsins. Það er því auðvelt að bjóða góðum ferðafélaga með til útlanda.

Spurningar og svör varðandi Félagamiðann

Þarf Félagamiðinn að vera Vildarmiði?

Til að geta nýtt Félagamiðann þarftu að bóka flugfargjald fyrir Vildarpunkta og færð þá samskonar miða fyrir félaga þinn.

Fyrir hvaða farrými er í boði að nota Félagamiðann?

Félagamiðann veitir þér vildarmiða á Economy Class (að undanskyldu Economy Class Flex fargjaldi) hjá Icelandair og færð því annan farseðil fyrir hvern þann sem þú kýst að bjóða með þér.

Hvernig bóka ég Félagamiða?

Félagamiði er bókaður hjá sölumönnum Icelandair í síma 50 50 100. Ekki er hægt að bóka Félagamiða á vefnum. 3.600 krónur greiðast almennt við bókun Vildarmiða fyrir aðalkorthafa en ekkert gjald er greitt við bókun Félagamiðans.

Eru flugvallarskattar og aðrar greiðslur innifaldar í Félagamiðanum?

Nei, flugvallarskattar og aðrar greiðslur eru ekki innifaldar í verði Vildarmiða né Félagamiða.

Bæta ferðatryggingar kortsins upp Félagamiða ef um forföll er að ræða?

Nei, ef forföll verða hjá korthafa þarf hann að kaupa forfallatryggingu Icelandair til að tryggja Félagamiðann sinn.

Get ég keypt venjulegt fargjald og fengið Félagamiða með því?

Nei, þú verður að kaupa Vildarmiða.

Hvað ef ég á ekki nóg af Vildarpunktum?

Til að eiga rétt á Félagamiða þá verður aðalfargjaldið að vera bókað með Vildarpunktum. Við bendum félögum okkar á kaup og millifærslu á Vildarpunktum.

Get ég notað Vildarpunkta einhvers annars til að bóka aðalfargjaldið?

Nei, við bendum fólki hins vegar á millifærslu og kaup á Vildarpunktum.

Get ég gefið Félagamiðann minn?

Nei, Félagamiðaréttindi eru tengd korthafa. Korthafi verður að kaupa Vildarmiða til að eiga rétt á Félagamiða. Korthafi getur boðið hverjum sem er með sér út á Félagamiðann sinn.

Hvað gerist ef ég nýti ekki Félagamiðann minn innan gildistíma hans frá því ég öðlast réttindi á honum?

Félagamiði er gefinn út með ákveðnum gildistíma frá því korthafi öðlast réttindin. Ef hann er ekki nýttur innan þess tíma þá renna réttindin út.

Hvað ef ég er nú þegar búin að bóka Vildarmiða get ég bætt Félagamiðanum við eftir á?

Já það er hægt svo lengi sem það séu ennþá Vildarsæti í boði. Til þess að bóka Félagamiða verður að hafa samband við sölumenn Icelandair í síma 50 50 100. Athugið að Félagamiði er með sama gildistíma og aðalfargjaldið.

Ég er aukakorthafi, get ég nýtt Félagamiða aðalkorthafa?

Já, sem aukakorthafi Icelandair American Express getur þú nýtt þér Félagamiða sem skráður er á aðalkorthafa og boðið ferðafélaga með þér út.

Get ég afbókað ferð sem keypt er með Félagamiða?

Ef forfallagjald er keypt á Félagamiða og upp koma veikindi sem leiða til þess að afbóka þarf ferð gildir eftirfarandi fyrir Félagamiðann. Félagamiðinn er bakfærður og heldur sínum upphaflega gildistíma. Ef gildistími Félagamiðans er útrunninn endurnýjast miðinn og framlengist um 2 mánuði miðað við dagsetningu afbókunar.

Get ég notað fleiri en einn Félagamiða í hverja ferð?

Nei. Korthafi sem á fleiri en einn Félagamiða getur eingöngu nýtt einn Félagamiða með hverri Vildarferð sem hann bókar. Alltaf verður að bóka eina Vildarferð sem korthafi er sjálfur að ferðast með í á móti einum Félagamiða. Korthafar geta því eingöngu nýtt einn Félagamiða í hverju flugi.

Get ég og félagi minn ferðast á mismunandi tímum?

Nægilegt er að félagar séu að ferðast aðra hvora leiðina saman. Ferðin má hvort sem er hefjast á Íslandi eða erlendis, báðir farþegar verða að hefja ferð í sama landi. 


Prenta út Spurt og svarað.

Skilmálar Félagamiðans

Skilmála Félagamiðans má finna hér á vef Icelandair.