Icelandair Saga Club

Kynntu þér fjölmarga möguleika á Vildarpunktanotkun.

Vildarpunktar

Þó nokkur kort hjá okkur safna Vildarpunktum og eru fjölmargar leiðir í boði til að nýta Vildarpunktana þína. Þú getur meðal annars nýtt þá í flug, hótelgistingu, bílaleigubíl eða á vefsíðunni points.com.

Við hvetjum þig til að kynna þér söfnun hvers korts en söfnun er mjög mismunandi bæði hvort hún sé á alla verslun eða eingögnu innanlands og svo er töluverður munur á fjölda punkta sem safnast á hverju korti fyrir sig.

Vildarpunktar einstaklingskorta safnast á kennitölu aðalkorthafa en vildarpunktar fyrirtækjakorta safnast á kennitölu hvers og eins korthafa fyrir sig.

Þau kort sem safna Vildarpunktum Icelandair eru:

 • Premium Mastercard
 • Classic Mastercard
 • Platinum Icelandair
 • Business Mastercard
 • Corporate
 • Einkakort


Sjá hvar ég get notað Vildarpunktana mína.

 • Í flug til útlanda - Félagar í Icelandair Saga Club geta flogið út í heim frá 18.960 Vildarpunktum aðra leið. Sjá nánar á vefsíðu Icelandair.
 • Í flug innanlands - Til að krydda tilveruna er tilvalið að skella sér út á land yfir helgi. Þú getur greitt flugfargjaldið þitt hjá Flugfélagi Íslands með Vildarpunktum Icelandair.
 • Versla á Saga Shop - Það er hægt að kaupa allar vörur í verslun Saga Shop með Vildarpunktum Icelandair. Mundu bara eftir Sagakortinu þínu.
 • Points.com - Þú getur skipt þínum Vildarpunktum Icelandair á vefsíðunni points.com og fengið ýmsar vörur og þjónustu í staðinn. Frábær leið til að nota Vildarpunktana.
 • Greiddu hótelið - Þú getur keypt þér hótelgistingu fyrir Vildarpunkta, bæði hér heima og erlendis. Fjölmörg hótel eru í boði þar sem hægt er að nýta Vildarpunktana.

Reikna hve marga Vildarpunkta kortið safnar?

Sjá má í punktareiknivél hve marga Vildarpunkta kortið þitt safnar.