• points-165

Points punktar

Fjölbreytt og skemmtileg fríðindi

Þú safnar fríðindum í hvert skipti sem þú notar MasterCard Gull- eða Platinum kort.  Þú innleysir fríðindin í formi points punkta á www.points.is, en þar er boðið upp á fjölbreytt vöruúrval hjá fjölmörgum fyrirtækjum og verslunum. 
Því oftar sem þú notar MasterCard kortið þitt þeim mun fleiri punktum safnar þú.

Fríðindin safnast ekki fyrr en þú hefur nýskráð þig á www.points.is fyrir Points punktasöfnun.  Eftir að skráning þín er orðin virk byrjar þú að safna punktum.

Ef þú ert nú þegar skráður fyrir Points fríðindunum þá ertu virkur og þarft því ekki að skrá þig aftur. Ef þú ert í vafa hvort skráning þín er virk hafðu þá samband og við aðstoðum þig.

Þú safnar Points punktum á eftirtalin kort:

  • Gullkort, safnast 0,6% af veltu.
  • Platinum kort, safnast 0,65% af veltu.

Þú safnar Points punktum af allri veltu kortsins.


Aðalkorthafi þarf að vera skráður í Points fríðindakerfið til þess að skráning verði virk og punktar safnist af veltu kortsins.

Aukakorthafi þarf ekki að skrá sig en punktar safnast af allri veltu aðal- og aukakorthafa sé aðalkorthafi skráður.

Á points.is getur þú fylgst með söfnun þinni og séð hversu hratt þú safnar .  Þú getur nýtt punktana hjá fjölmörgum fyrirtækjum og sjá má þau á heimasíðu Points.


Virkja Points punktasöfnun

Hér virkjar þú aðganginn þinn þegar þú ert að skrá þig í fyrsta sinn fyrir fríðindum MasterCard kortanna

Ef þú ert nú þegar skráður fyrir Points fríðindunum þá ertu virkur og þarft því ekki að skrá þig aftur.

Aðalkorthafi þarf að vera skráður í Points fríðindakerfið til þess að skráning verði virk og punktar safnist af veltu kortsins.
Aukakorthafi þarf ekki að skrá sig en punktar safnast af allri veltu aðal- og aukakorthafa sé aðalkorthafi skráður.

Skilmálar fríðinda MasterCard korta

Hérna getur þú séð skilmálana sem gilda fyrir Points fríðindakerfið.

Skilmálar fyrir fríðindi MasterCard korta

Tengigjald við Points fríðindakerfið

Korthafi greiðir tengigjald árlega fyrir að tengjast Points fríðindakerfinu.

Tengigjaldið er 1.500 kr en á móti leggjast 1.500 Points punktar inn á kennitölu korthafa sem hann getur ráðstafað í verðmæta vöru og þjónustu að eigin vali.

Fyrning Points punkta

Ef punktarnir eru ekki notaðir  innan tveggja ára fyrnast helmingur þeirra eða 50% . Séu ónýttir punktar ekki notaðir innan árs frá fyrri fyrningu þá fyrnast þeir endanlega. Fyrningardagur Points punkta er alltaf 1.janúar hvers árs.

Því er um að gera að fylgjast með og nýta fríðindin.

Skoða Points punktana mína á www.points.is

Hér getur þú skoðað og nýtt punktana þína í gegnum Points.is

Points  - upplýsingar

Points.is
sími: 511-1006

Skrifstofa Points er opin virka daga frá 8:30-17 og staðsett á Laugavegi 178, 3.hæð, 105 Reykjavík.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn á points (hjá) points.is.