SMS þjónusta

Þjónusta sem eykur öryggi kortsins þíns!

Allir korthafar geta skráð sig í SMS sérþjónustu og fá þá send skilaboð með SMS skeyti eða tölvupóst með upplýsingum um notkun kortsins sé það notað án þess að vera á staðnum.

Hægt er að fá skilaboð ef:

  • Kort er notað án þess að vera á staðnum
  • Lagt er inn á Mastercard Plús

 

Hægt er að velja um að fá boð send á SMS og/eða með tölvupósti. Nánari upplýsingar um þjónustuna eru hér fyrir neðan.

 

Skráning

Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur tölvupóst á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is og gefa upp kortategund sem þjónustan á að eiga við sem og gefa upp nafn, kennitölu, farsímanúmer, netfang og síðustu 6 tölurnar í kortanúmerinu. Við munum síðan láta þig vita þegar þjónustan er orðin virk.

Þjónustan er án endurgjalds.

Afskráning

Til að skrá þig úr þjónustunni ferðu sömu leið og sendir okkur einfaldlega tölvupóst á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is  um að þú viljir afskrá þig úr þessari þjónustu. Tilgreina þarf í póstinum nafn þitt, kennitölu, kortategund sem á að afskrá þjónustu af og farsímanúmer.

Kort notað án þess að vera á staðnum

Í þessari þjónustu felst mikið öryggi fyrir korthafa. Þetta þýðir að ef kortið sjálft er ekki til staðar, sem er til dæmis ef verslað er á netinu eða í síma, fær korthafi SMS skeyti, og getur því strax séð hvort allt er með felldu.

Ef svo illa vill til að einhver óprúttinn aðili komist yfir kortnúmerið fær korthafi tilkynningu um leið og það er misnotað, og getur gert ráðstafanir. Hann hefur samband við okkur og tilkynnir um þetta og við getum gripið í taumana áður en meiri skaði er skeður.

Lagt inn á Mastercard Plús

Mastercard korthafar geta fengið tilkynningu með SMS þegar innlagnir berast á Mastercard Plús kortið.

Í skeytinu kemur fram upphæðin sem lögð var inn og einnig heildarstaðan á kortinu.