Kortatímabil

Einstaklings kreditkort geta valið um þrenn kortatímabil:

Fyrsta kortatímabilið er frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. næsta mánaðar eftir að kortatímabili lýkur nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reiknings sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. sama mánaðar og kortatímabili lýkur nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.
Á kortatímabilum einstaklingskorta er gjalddagi jafnframt eindagi.

Fyrirtækjakortin geta valið um fimm kortatímabil:

Fyrsta kortatímabilið er frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er þá 17. næsta mánaðar á eftir nema ef sá dagur ber upp á helgidegi, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 • Corporate korti
 • Viðskiptakort Gull

Annað kortatímabilið er frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. næsta  mánaðar nema ef sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir. Sé þetta kortatímabil valið er eingöngu í boði að vera í pappírslausum viðskiptum.
Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 • Corporate korti
 • Viðskiptakort Gull


Þriðja kortatímabilið 
er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 • Corporate korti
 • Viðskiptakort Gull


Fjórða kortatímabilið
er frá 27. hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard

Fimmta kortatímabilið er frá 1.hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddagi er 25. næsta mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddagi næsta virka dag á eftir.
Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Innkaupakorti
 • Innkaupakorti Ríkisins


Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.
Á kortatímabilum fyrirtækjakorta er gjalddagi jafnframt eindagi.