Pinnið á minnið

  • Pinnið á minnið lógó

Söluaðilar hafa nú sett upp greiðslukortaposa sem snúa að viðskiptavinum og staðfesta korthafar greiðslu með því að slá inn PIN númer í stað undirskriftar.
Leggðu pinnið á minnið – það er öruggara og flýtir fyrir afgreiðslu

Hvað er að breytast?

Sem korthafi lætur þú nú ekki lengur kortið af hendi þegar verið er að greiða fyrir vöru eða þjónustu heldur setur kortið í posann og staðfestir greiðslu með PIN númeri í stað þess að skrifa undir.

Með þessari aðferð er örgjörvi greiðslukortsins lesinn í stað segulrandar eins og áður hefur verið gert.

Hvar finn ég PIN númerið mitt?

Ef þú manst ekki pinnið er hægt að nálgast það á Mínum síðum hér á vefsíðunni, í afgreiðslu Kreditkorts eða óska eftir því að PIN númerið sé sent sem SMS í farsíma.

Pinnið er fjórir tölustafir valdir af handahófi sem fylgir greiðslukortum og þarf að varðveita á öruggan hátt. Mikilvægi þess að leggja pinnið á minnið og passa að óprúttnir aðilar komist ekki í það verður ekki nægilega ítrekað því ef örgjörvakort er notað með réttu pinni þá ber korthafi alltaf ábyrgð á öllum færslum. Hvorki söluaðilar eða kortaútgefendur bera ábyrgð á sviksamlegri færslu á örgjörvakort sem tekið er á móti með örgjörvapósta, hafi hún verið staðfest á réttan hátt með pinni í stað undirskriftar. Þú getur lagt pinnið á minnið með ýmiskonar hætti en varast skal að geyma pinnið í veskinu eða öðrum stað sem þjófar gætu auðveldlega nálgast það.

Pinnið á minnið_ mynd af kaupferli

Af hverju er verið að gera þessar breytingar?

Pinnið á minnið er liður í innleiðingu réttrar notkunar örgjörvakorta sem tryggja öryggi korthafa, útgefenda og söluaðila. Með þessari breytingu uppfyllir Ísland kröfur alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggi í kortaviðskiptum til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka.

Nánari upplýsingar um Pinnið á minnið.