Þjónustuver Kreditkorts

Við leggjum okkur fram við að vera fagmenn við korthafa okkar með góðri þjónustu og þekkingu á viðfangsefnum okkar. Við leggjum áherslu á gott upplýsingaflæði til korthafa og ávinnum okkur traust með því að afgreiða beiðnir innan ákveðins tíma.

Við bendum viðskiptavinum á að sækja Kreditkorts appið þar sem þú ert með fjölmargar aðgerðir á einum stað og setur þig alltaf í fremst í röðina. Nánari upplýsingar um Kreditkorts appið

Almennar upplýsingar um þjónustuverið:

Er þjónustuverið með þjónustu allan sólahringinn?

Þjónustuverið er opið fyrir allar almennar spurningar og þjónustu frá kl: 8:30 -17 alla virka daga.

Eftir kl: 17:00 - 08:30 tekur vaktþjónusta Borgunar við og er því um að ræða vaktþjónustu fyrir þá korthafa sem eru í vanda eða þurfa aðstoð utan almenns opnunaríma. Sími vaktþjónustunnar Borgunar er sami og hjá okkur eða 550 1500.

Neyðarvakt Borgunar er allan sólahringinn til staðar fyrir korthafa okkar og ef þú ert í neyð þá hringir þú í síma 533 1400 og starfsmaður Borgunar mun aðstoða þig.

Hvar finn ég starfsmenn þjónustuversins?

Þú finnur þá í símaskrá okkar sem er hægt að nálgast hér.

Hvert er símanúmer Kreditkorts?

  • Símanúmer Kreditkorts er 550 1500.
  • Neyðarvakt Borgunar fyrir viðskiptavini er allan sólahringinn í síma 533 1400

Hvernig sendi ég fyrirspurn til þjónustuvers?

Þú getur sent okkur fyrirspurn á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is 

Hvenær er símaafgreiðslan opin?

Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl: 8:30 - 17:00.