Umsóknir og eyðublöð

Umsóknir

Umsókn um kort

Hér getur þú sótt um öll þau kort sem við gefum út.

 

 

Pappírslaus viðskipti – óska ekki eftir pappír

Einfaldaðu hlutina með því að afþakka pappírsyfirlit yfir kreditkortanotkun þína. Það er alltaf auðvelt að skoða reikninginn á Mínum síðum á kreditkort.is. Það er einfalt og líka betra fyrir umhverfið!

Þú ferð einfaldlega inn á Mínar síður og hakar við að skrá þig í rafræn yfirlit.

Skrá mig í pappírlaus viðskipti.

Boðgreiðslur – skrá þær á kortið mitt

Léttu þér lífið með því að skrá föst útgjöld á boðgreiðslur. Svo aukast líka fríðindin hjá þér því að boðgreiðslurnar þínar hjálpa alltaf til við að safna meiri fríðindum.

Til að skrá Boðgreiðslur á kortið þitt þarftu að hafa samband við það fyrirtæki sem þú ert í viðskiptum við og óska eftir hjá þeim að færa boðgreiðsluna á kortið þitt.
Ath. ekki er hægt að skrá boðgreiðslur á Plúskort – fyrirframgreidd kort.

Skuldfærsla – óska eftir skuldfærslu á kortið þitt

Þægilegast og skilvirkast fyrir þig er að fara í netbankann þinn þegar að ógreiddur kreditkortareikningur er til staðar og merkja þar við í aðgerðum reikningsins að þú viljir setja hann í beingreiðslu. Þá er reikningur þinn kominn í sjálfvirkt greiðsluferli af þeim reikningi sem þú valdir. Þú getur afturkallað beingreiðsluferlið hvernær sem þér hentar með því að afskrá kreditkortareikning úr beingreiðslu í netbanka.

Einnig getur þú prentað út skuldfærslueyðublaðið, fyllt út þær upplýsingar sem óskað er eftir og sent okkur beiðnina undirritaða og skannaða með tölvupósti á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is eða á faxnúmerið 550 1601.

Beiðni um skuldfærslu

Greiðsludreifing – beiðni

Óskir þú eftir að fá greiðsludreifingu á kortið þitt þá ferð þú inn á Mínar síður og fyllir út beiðni þar og munum við svara þér innan 24 klst.
Flytja mig yfir á Mínar síður

SMS sérþjónusta – sækja um þjónustu

Þeir sem skrá sig í SMS sérþjónustu Mastercard geta fengið send SMS skeyti eða tölvupóst með upplýsingum um þegar kortið er notað án posa, t.d. þegar greitt er með kortinu á Internetinu eða í síma.

Sendu okkur tölvupóst á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is og við skráum þig í þjónustuna sem er þér að kostnaðarlausu. Nauðsynlegar upplýsingar sem þarf að gefa í tölvupóstinum eru nafn, kennitala, korta sem þjónustan á að ná til og farsímanúmer.

Eyðublöð

 

Endurkrafa á kortafærslu

Ef þú kannast ekki við eða vilt gera athugasemd við  færslu/úttekt skaltu fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan, skanna það inn og sendir okkur það svo með tölvupósti á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is eða á faxi í símanúmerið  550 1601.
Gera athugasemd á úttekt

Lánshæfismat

Ef þú ert beðinn um lánshæfismat til þess að hægt sé að fullvinna umsókn er eyðublaðið að finna hér fyrir neðan. Við biðjum þig um að fylla það út, undirrita og senda okkur með tölvupósti á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is eða á faxi s.550 1601.

 

Umboð korthafa

Ef þú ert beðinn um að fylla út umboð er hægt að sækja það hér fyrir neðan.

 

Skuldfærsla – hætta með skuldfærslu

Óskir þú eftir að hætta með skuldfærsluna á kortinu þínu þá er eyðublaðið að finna hér sem þú þarf að fylla út hér að neðan,undirrita og senda okkur svo blaðið með tölvupósti á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is eða á fax s.550 1601.

Skuldfærsla - fella niður skuldfærslu

Uppsögn á korti

Óskir þú eftir að segja upp kortinu þínu þá er eyðublaðið að finna hér. Biðjum við þig að fylla það út og senda okkur á faxi 550 1601 eða koma með það í afgreiðslu okkar. Þú getur einnig sent okkur tölvupóst á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is.

Uppsögn á korti

Auglýsinga- og styrktarbeiðni

Auglýsinga- og styrktarbeiðnum skal skilað á netfangið markadsmal (hjá) kreditkort (.) is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Upplýsingar um auglýsinga- eða styrktarbeiðni
  • Stutt kynning á fyrirtæki/félagsstarfssemi
  • Upplýsingar tengiliðs sem svar á að berast til