Business Icelandair American Express

Business Icelandair American Express® kortið frá Kreditkorti tryggir fyrirtæki þínu og starfsmönnum þess frábæran ávinning, þægindi og fríðindi. Starfsmenn fyrirtækisins safna punktum og njóta fríðinda þegar þeir ferðast með Icelandair.

Meðal fríðindanna eru:

 • 5.000 Vildarpunktar þegar þú byrjar að nota kortið*
 • 12 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun innanlands, nema hraðbankaveltu
 • 12 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun erlendis, nema hraðbankaveltu
 • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair
 • Fjölmörg aukafríðindi þegar flogið er með Icelandair

* miðað við að árgjaldið sé greitt. Vildarpunktarnir koma inn um hver mánaðamót. Við stofnun korts fást stofnpunktar lagðir inn á Saga Club reikning en ekki ef kortið er endurútgefið síðast í viðskiptasögu.

Fríðindi

Fjölmörg fríðindi fylgja kortinu, bæði fyrir starfsmanninn og fyrirtækið. Starfsmaður nýtir Vildarpunktafríðindi en fyrirtækið fær betri yfirsýn yfir fjármálin með færslusíðunni.
Sjá frekar um fríðindin hér að neðan.

Sjá kosti fyrir starfsmann

Premium kort fyrir starfsmann með afslætti
Starfsmanni sem er með Business Icelandair American Express kort býðst að sækja um Premium einstaklingskort með helmings afslætti á meðan hann er með Business kortið í gildi. Hægt er að sækja um Premium kortið hér.

Besta Vildarpunktasöfnunin
Business kortið veitir þér 12 punkta af hverjum 1.000 kr bæði innanlands og erlendis. Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Reikna hve marga vildarpunkta ég fæ.

Punktar af allri verslun
Punktar af allri verslun, bæði heima og erlendis.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Vildarpunktasöfnunin byrjar vel
Við gefum þér 5.000 Vildarpunkta þegar þú hefur greitt árgjaldið að fullu og byrjar að nota kortið.

Bílastæði við Leifsstöð

Korthafa býðst að leggja á langtíma bílastæði við Leifsstöð endurgjaldslaust í allt að þrjá sólarhringa þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Endurgreiðsla bílastæða framkvæmist þannig að korthafi tekur miða þegar komið er inn á langtímasvæði KefParking við brottför. Við heimkomu kemur korthafi við í afgreiðslu KefParking inni í Leifsstöð (staðsett hjá komusal) og greiðir með Business Amex kortinu það gjald sem komið hefur samkvæmt framvísun miðans. Korthafi fær síðan endurgreiðslu í lok mánaðarins, að hámarki eru þrír dagar endurgreiddir, inn á kortið.

Betri stofan
Aðgangur fyrir korthafa að betri stofu Icelandair í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair.

Korthafa er ekki heimilt að taka með sér gest. Börn fá eingöngu aðgang í Saga Lounge ef þau eru að ferðast á Economy Comfort eða Saga Class.

Betri stofur erlendis
Priority Pass sem veitir þér aðgang að yfir 600 betri stofum á flugvöllum út um allan heim.
Handhafi Business Icelandair American Express kortsins greiðir aðeins hálft gjald fyrir hverja heimsókn, eða 12 Evrur, en fullt gjald fyrir gest, 24 Evrur.

Við biðjum korthafa að athuga gildistíma Priority Pass kortsins áður en lagt er af stað svo ekki skapist vandræði við aðgang að biðstofum.

Flýtiinnritun í Saga Lounge borði
Korthafi hefur aðgang að flýtiinnritun í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Viðbótarfarangur / Additional luggage

Heimild er fyrir einni viðbótarfarangurstösku að hámarki 23 kg þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair út og heim hvort sem er til Evrópu, Bandaríkjanna eða Kanada.

Skíðataska, golfpoki eða aðrar tómstundatöskur falla ekki undir viðbótarfarangursheimildina.

 

Texti um viðbótarfarangur á ensku

Hraðbankaheimildir

Hraðbankaheimildir fyrir Business meðlimi eru:
– Innlend: 100.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir. Að hámarki 400.000 kr. pr. mánuð.
– Erlend: 100.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Bestu ferðatryggingarnar

Með Business Icelandair American Express færðu víðtækar ferðatryggingar.
 Þá má nálgast hér.

Bílaleigutryggingar
Business korthafar fá kaskó- og viðbótartryggingu fyrir bílaleigubíla. 

Athugið að korthafar þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigu svo að viðbótarábyrgðartrygging taki gildi.

Bílaleigutrygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Afríku (S-Afríka undanskilin) og ekki innan dvalarlands korthafa. 

Við hvetjum korthafa að kynna sér bílaleigutryggingarskilmála kortsins.

Töf á leið á flugvöll
Business korthafar fá bætur vegna tafa sem þeir lenda í á leið á alþjóðlegan flugvöll.

Töf vegna yfirbókunar
Business korthafar fá bætur vegna tafa sem þeir verða fyrir ef yfirbókað er í flug sem þeir eiga pantað.

Innkaupakaskó
Innkaupakaskó er vernd sem gildir í 30 daga frá kaupum hlutar og bætir tjón sem á rætur að rekja til skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks. Innkaupakaskó gildir bæði á Íslandi og erlendis.

SIXt Platinum kort, njóttu fríðindanna

Business korthafar geta sótt um Sixt Platinum kortið og njóta þá ýmissa fríðinda eins og:

 • Möguleiki á uppfærslu um bílaflokk þér að kostnaðarlausu
 • Allt að 15% afsláttur af bílaleigubílum Sixt rent a car út um allan heim
 • Allt að 20% afsláttur af Sixt limousine þjónustu
 • Ýmis tilboð frá samstarfsaðilum Sixt um allan heim
 • Einfaldara að bóka
 • Hraðari þjónusta
 • Tilboð og upplýsingar í gegnum facebook.com/sixt og facebook.com/Sixtbílaleigaísland

Þú sækir um SIXT Platinum kortið hér

Sjá kosti fyrir fyrirtækið

Betri yfirsýn yfir fjármálin
Færslusíðan
er skilvirkt tæki til aukins hagræðis í bókhaldi, innkaupum og samþykktarferli fyrirtækja. Á færslusíðunni koma inn allar færslur sem gerðar eru með Business Icelandair American Express kortinu. Þessar færslur er hægt að skoða og gera á þeim allar algengar bókhaldsaðgerðir s.s. að skipta þeim upp, skrá á bókhaldslykla, skipta á deildir, samþykkja o.fl.

Stjórnendur og korthafar Business Icelandair American Express korta geta fengið aðgang að færslusíðu og aukið þannig yfirsýn yfir innkaup og útgjöld og fjármálastjóri eða bókari getur fært samþykktar færslur rafrænt, beint í bókhaldskerfi fyrirtækisins og náð fram hagræðingu í bókhaldsvinnu.

Sækja um aðgang að færslusíðunni.

Skoða færslur á færslusíðu.

CVC öryggisnúmer
Kreditkort vill benda korthöfum á að öryggisnúmer kortsins (CVC númer) er framan á American Express kortunum en ekki aftan á hjá undirskriftarlínunni eins og vant er. Sjá mynd af staðsetningu CVC númers.

Einstakar ferðatryggingar

Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis er eitthvað sem margir korthafar ganga að sem vísu.

Þetta er sennilega sá hluti fríðindanna sem fylgja American Express kortum sem fæstir hugsa mikið til, en getur að sama skapi verið gríðarlega mikilvægt ef eitthvað bjátar á á ferðalögum um fjarlægar slóðir.

Með Business Icelandair American Express kortinu fylgja einstakar ferðatryggingar, þ.m.t. bílaleigutrygging.

Athugið að korthafi þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigu svo að kaskó- og viðbótarábyrgðartrygging taki gildi.

Bílaleigutrygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Afríku (S-Afríka undanskilin) og ekki innan dvalarlands korthafa. 

Við hvetjum korthafa að kynna sér bílaleigutryggingarskilmála kortsins.

Ferðatryggingarnar getur þú nálgast hér

.

Hraðbankaheimildir kortsins

American Express er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

 • Innanlands: 100.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.
 • Erlendis: 100.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Kortatímabil kortsins

Hægt er að velja á milli fjögurra kortatímabila fyrir Business Icelandair American Express kortið.

 

Fyrsta kortatímabilið er frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er þá 3. næsta mánaðar á eftir nema ef sá dagur ber upp á helgidegi, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir. Skilyrði er fyrir því að kortareikningur sé skráður í pappírslausviðskipti þegar þetta tímabil er valið.

Annað kortatímabilið er frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er þá 17. næsta mánaðar á eftir nema ef sá dagur ber upp á helgidegi, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. sama mánaðar nema ef sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir

Fjórða kortatímabilið er frá 27. hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. næsta mánaðar nema ef sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Gjalddagi er jafnframt eindagi.

 

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 38.500 kr.

Ekki er hægt að sækja um aukakort á Business Icelandair American Express kortið.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.