Classic Icelandair American Express®

 

Þú safnar Vildarpunktum Icelandair af allri verslun Classic Icelandair American Express kortsins og kortið því kjörið fyrir fólk á ferðinni.

Meðal fríðindanna eru:

 • 5.000 Vildarpunktar þegar þú byrjar að nota kortið*
 • 8 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun innanlands, nema hraðbönkum
 • 8 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun erlendis, nema hraðbönkum

miðað við að árgjaldið sé greitt og við fyrstu notkun. Við stofnun korts fást stofnpunktar en ekki þegar kort er endurútgefið síðar í viðskiptasögu.

Sjá alla eiginleika kortsins

Frábærar ferðatryggingar

Með Classic Icelandair American Express færðu víðtækar ferðatryggingar.  Nánari skilmálar .

Neyðarþjónusta
Mikilvægur þáttur í þjónustu okkar við Classic-meðlimi er neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis. Hvar og hvenær sem er veitir SOS International Classic Icelandair American Express meðlimum aðgang að margvíslegri neyðarþjónustu, læknishjálp og peningaaðstoð. Hægt er að hafa samband við neyðarþjónustu okkar allan sólarhringinn í síma 575 5900. Nánar

Heimild kortsins

Heimild korts samanstendur af einni sameiginlegri heimild eða lánaþaki sem kallast lánamörk kortsins. Öll kreditkort, MasterCard og American Express kort, sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir ein lánamörk. Lánamörk ná til allra viðskipta, innlendrar- og erlendra verslunar, boðgreiðslna, fastra greiðslna og greiðsludreifinga.

Notkun á aðal- og aukakorthafa falla þannig undir ein lánamörk.

Einnig ef aðalkorthafi er með MasterCard og American Express kort sem kortatvennu eru lánamörk kortanna sameiginleg.

Hvert kort er svo einnig með sjálfstæða heimild sem í sumum tilvikum skiptist í innlenda og erlenda heimild. Möguleiki er að hafa sjálfstæða heimild kortsins lægri en lánamörk þess ef korthafi óskar eftir, en aldrei er hægt að nota kort fyrir hærri upphæð en lánamörk kortsins segir til um.

Hægt er að fá upplýsingar um heimildir korta á Mínum Síðum Kreditkorts en upplýsingar um lánamörk korta er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Kreditkorts í síma 550-1500 eða með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is.

Hraðbankaheimildir

Hraðbankaheimildir fyrir Classic meðlimi eru:
– Innlend: 50.000 kr. á dag meðan heimild leyfir.
– Erlend: 50.000 kr. dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Aukakort
Classic-meðlimum stendur til boða að fá aukakort með Classic-kortinu. Aðeins er greitt hálft árgjald fyrir aukakort.

Athugið að heimild korts samanstendur af einni sameiginlegri heimild eða lánaþaki sem kallast lánamörk kortsins. Öll kreditkort sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir ein lánamörk, þ.m.t. aukakort.

Sæktu um aukakort á kortið þitt hér til hliðar.


Öryggisatriði á ferðalögum erlendis

Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis er eitthvað sem margir Icelandair American Express meðlimir ganga að sem vísu. Þetta er sennilega sá hluti fríðindanna sem fylgir kortunum sem fæstir hugsa mikið til, en ferðatryggingar og neyðaraðstoð getur skipt sköpum ef eitthvað kemur fyrir á ferðalögum um fjarlægar slóðir.

Kynntu þér þjónustuna
Við skorum á korthafa að kynna sér skilmála ferðatrygginga síns korts rækilega áður en lagt er í ferðalög auk þess getur það komið sér vel að vita hvaða aðstoð er veitt í neyðarþjónustu Icelandair American Express. Sjá nánar

CVC öryggisnúmerið
Kreditkort vill benda meðlimum á að öryggisnúmer kortsins (CVC númer) er framan á American Express kortunum en ekki aftan á hjá undirskriftarlínunni eins og vant er. Sjá mynd af staðsetningu CVC númers.

Sjá alla kosti kortsins

Besta Vildarpunktasöfnunin
Þú færð fleiri punkta með því að versla með Icelandair American Express® kortinu. Af hverjum 1.000 kr. færðu 8 Vildarpunkta af allri verslun og 12 punkta við kaup á miða hjá Icelandair sem og af allri verslun um borð í flugvélum Icelandair.

Vildarpunktar Icelandair safnast á kennitölu aðalkorthafa. Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Reikna hve marga vildarpunkta ég fæ

Punktar af allri verslun
Icelandair American Express kortin gefa þér Vildarpunkta af allri verslun, bæði heima og erlendis.

Fleiri punktar hjá Icelandair
Þú færð fleiri Vildarpunkta þegar þú verslar við Icelandair. Af hverjum 1.000 kr. færðu 12 Vildarpunkta við kaup á miða hjá Icelandair sem og af allri verslun um borð í flugvélum Icelandair.

SIXT Gullkort kort, njóttu fríðindanna
Classic korthöfum býðst að sækja um Sixt Gull kortið og njóta þá ýmissa fríðinda eins og:

 • Allt að 10% afsláttur af bílaleigubílum Sixt rent a car út um allan heim
 • Allt að 20% afsláttur af Sixt limousine þjónustu
 • Ýmis tilboð frá samstarfsaðilum Sixt um allan heim
 • Einfaldara að bóka
 • Hraðari þjónusta
 • Tilboð og upplýsingar í gegnum facebook.com/sixt og facebook.com/Sixtbílaleigaísland

Þú sækir um SIXT Gullkortið hér.

Samanburður Classic/Gullkorta

Hér getur þú séð sambærileg kort (Classic Icelandair American Express kortið á móti Gullkorti annara útgefenda) sem safna Vildarpunktum Icelandair:

Hraðbankaheimildir kortsins

American Express er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

 • Innanlands: 50.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.
 • Erlendis: 50.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Kortatímabil kortsins

 

Nýstofnuð kort eru stofnuð með kortatímabili frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Í boði er að velja um tvö önnur kortatímabil:

 

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Ath. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reikning sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

 

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

 

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 10.500 kr.

Árgjald aukakorts er 5.250 kr.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.