Premium Icelandair American Express

 

Þú safnar Vildarpunktum Icelandair af allri verslun Premium Icelandair American Express kortsins og er því kjörið fyrir þá sem eru að versla út um allan heim. Auk þess bjóðast þér ótal ferðatengdfríðindi sem finnast ekki á öðrum greiðslukortum.

Meðal fríðindanna eru:

 • 10.000 Vildarpunktar þegar þú byrjar að nota kortið*
 • 12 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun innanlands, nema hraðbankaveltu
 • 12 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun erlendis, nema hraðbankaveltu
 • Félagamiði með Icelandair, þú færð auka flugmiða og getur því boðið ferðafélaga með út
 • 10.000 Vildarpunktar þegar Félagamiða er náð
 • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair
 • Fjölmörg aukafríðindi þegar flogið er með Icelandair

* miðað við að árgjaldið sé greitt og við fyrstu notkun. Við stofnun korts fást stofnpunktar en ekki þegar kort er endurútgefið síðar í viðskiptasögu.

Fríðindin

Gaman er að segja frá því að fríðindin með Premium kortinu ættu að koma þér fyrr til útlanda sem og gera ferðalagið ennþá þægilegra.

Þú byrjar á því að geyma bílinn þinn í langtímabílastæðinu við Leifsstöð, nýtir þér Flýtiinnritunina þegar þú skráir þig inn í Saga Lounge innritunarborðinu og svo slakar þú loks á í Saga Lounge biðstofunni, því miður er gestur ekki leyfður með korthafa. Verslar síðan um borð í vél Icelandair og færð 20 Vildarpunkta í stað 12 í almennri verslun og færð að lokum punkta af allri verslun erlendis. Kemur síðan að lokum heim með viðbótarkíló úr verslunarferðinni (sjá nánar um viðbótarkílóafjölda hér að neðan).

Sjá eiginleika kortsins

Úrvals ferðatryggingar

 Með Premium Icelandair American Express færðu frábærar ferðatryggingar. Nánari útskýringar á skilmálum kortsins má sjá hér  skilmálar .


Bílaleigutrygging
Premium korthafar fá kaskó- og viðbótarábyrgðartryggingu fyrir bílaleigubíla.

Athugið að korthafi þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigu svo að viðbótarábyrgðartrygging taki gildi.

Bílaleigutrygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Afríku (S-Afríka undanskilin) og ekki innan dvalarlands korthafa. 

Við hvetjum korthafa að kynna sér bílaleigutryggingarskilmála kortsins.

Töf á leið á flugvöll
Premium korthafar fá bætur vegna tafa sem þeir lenda í á leið á alþjóðlegan flugvöll.

Töf vegna yfirbókunar
Premium korthafar fá bætur vegna tafa sem þeir verða fyrir ef yfirbókað er í flug sem þeir eiga pantað.

Innkaupakaskó
Innkaupakaskó er vernd sem gildir í 30 daga frá kaupum hlutar og bætir tjón sem á rætur að rekja til skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks. Innkaupakaskó gildir bæði á Íslandi og erlendis.

Heimild kortsins

Heimild korts samanstendur af einni sameiginlegri heimild eða lánaþaki sem kallast lánamörk kortsins. Öll kreditkort, MasterCard og American Express kort, sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir ein lánamörk. Lánamörk ná til allra viðskipta, innlendrar- og erlendra verslunar, boðgreiðslna, fastra greiðslna og greiðsludreifinga.

Notkun á aðal- og aukakorthafa falla þannig undir ein lánamörk.

Einnig ef aðalkorthafi er með MasterCard og American Express kort sem kortatvennu eru lánamörk kortanna sameiginleg.

Hvert kort er svo einnig með sjálfstæða heimild sem í sumum tilvikum skiptist í innlenda og erlenda heimild. Möguleiki er að hafa sjálfstæða heimild kortsins lægri en lánamörk þess ef korthafi óskar eftir, en aldrei er hægt að nota kort fyrir hærri upphæð en lánamörk kortsins segir til um.

Hægt er að fá upplýsingar um heimildir korta á Mínum Síðum Kreditkorts en upplýsingar um lánamörk korta er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Kreditkorts í síma 550-1500 eða með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is.

Hraðbankaheimildir

Hraðbankaheimildir fyrir Premium korthafa eru:
– Innlend: 100.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir. Að hámarki 400.000 pr. mánuð.
– Erlend: 100.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Neyðarþjónusta

Mikilvægur þáttur í þjónustu okkar við Premium korthafa er neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis. Hvar og hvenær sem er veitir SOS International Premium Icelandair American Express korthafar aðgang að margvíslegri neyðarþjónustu, læknishjálp og peningaaðstoð. Hægt er að hafa samband við neyðarþjónustu okkar allan sólarhringinn í síma 575 5900. Nánar


Aukakort
Premium korthöfum stendur til boða að fá aukakort með Premium kortinu. Hálft árgjald aðalkorts er greitt fyrir aukakort.
Sameinaðu veltuna þína og maka þíns og fríðindin safnast enn hraðar upp en áður.

Athugið að heimild korts samanstendur af einni sameiginlegri heimild eða lánaþaki sem kallast lánamörk kortsins. Öll kreditkort sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir ein lánamörk, þ.m.t. aukakort.

Sæktu um aukakort á kortið þitt hér til hliðar.


Öryggisatriði á ferðalögum erlendis

Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis er eitthvað sem margir Icelandair American Express korthafar ganga að sem vísu. Þetta er sennilega sá hluti fríðindanna sem fylgja kortunum sem fæstir hugsa mikið til, en ferðatryggingar og neyðaraðstoð getur skipt sköpum ef eitthvað kemur fyrir á ferðalögum um fjarlægar slóðir.

Kynntu þér þjónustuna
Við skorum á korthafa að kynna sér skilmála ferðatrygginga síns korts rækilega áður en lagt er í ferðalög, auk þess getur það komið sér vel að vita hvaða aðstoð er veitt í neyðarþjónustu Icelandair American Express. Sjá nánar.

CVC öryggisnúmer
Kreditkort vill benda korthöfum á að öryggisnúmer kortsins (CVC númer) er framan á American Express kortunum en ekki aftan á hjá undirskriftarlínunni eins og vant er. Sjá mynd af staðsetningu CVC númers.

Sjá kosti kortsins

Besta Vildarpunktasöfnunin
Þú færð fleiri punkta með því að versla með Icelandair American Express® kortinu. Af hverjum 1.000 kr. færðu 20 punkta við kaup á miða hjá Icelandair sem og af allri verslun um borð í flugvélum Icelandair og þú færð 12 punkta af allri innlendri og erlendri verslun.

Vildarpunktar Icelandair safnast á kennitölu aðalkorthafa. Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Reikna hve marga Vildarpunkta ég fæ

Punktar af allri verslun
Punktar af allri verslun, bæði heima og erlendis. Af hverjum 1.000 kr. færðu 12 punkta.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Fleiri punktar hjá Icelandair
Þú færð fleiri Vildarpunkta en með öðrum kortum þegar þú verslar við Icelandair.

Af hverjum 1.000 kr. færðu 20 punkta við kaup á miða hjá Icelandair sem og af allri verslun um borð í flugvélum Icelandair.

Félagamiði

Óháð punktasöfnun býðst þér Félagamiði með Icelandair einu sinni á ári ef veltan á kortinu fer yfir 4 milljónir á 12 mánaða tímabili frá stofndegi kortsins. Þegar þú kaupir þér Vildarmiða áttu rétt á samskonar miða fyrir ferðafélaga í sama flug. Nánar um skilmála.

Félagamiða skal korthafi nota innan gildistíma miðans náist það ekki fellur miðinn niður. Gildistími Félagamiða er 6 mánuðir.

10.000 Vildarpunktar þegar Félagamiða er náð

Þegar þú hefur náð Félagamiða færð þú 10.000 Vildarpunkta að gjöf og getur ráðstafað þeim að vild.

Betri stofan
Þér, sem handhafa Premium kortsins, býðst aðgang að betri stofu Icelandair í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair.

Korthafa er ekki heimilt að taka með sér gest. Börn fá eingöngu aðgang í Saga Lounge ef þau eru að ferðast á Economy Comfort eða Saga Class.

Endurgjaldslaus aðild að Icelandair Golfers
Aðgangur að Icelandair Golfers býðst Premium korthöfum án endurgjalds. Sem handhafi Premium kortsins sækir þú um aðildina á heimasíðu Icelandair Golfers, hvort sem er um að ræða nýskráning eða endurnýjun að aðild Golfers.

Kynntu þér fríðindin sem korthöfum býðst í Golfers með því að lesa frekar um þau hér.

Bílastæði við Leifsstöð
Korthafa býðst að leggja á langtíma bílastæði við Leifsstöð endurgjaldslaust í allt að þrjá sólarhringa þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Endurgreiðsla bílastæða framkvæmist þannig að korthafi tekur miða þegar komið er inn á langtímasvæði KefParking við brottför. Við heimkomu kemur korthafi við í afgreiðslu KefParking inni í Leifsstöð (staðsett hjá komusal) og greiðir með Premium Amex kortinu það gjald sem komið hefur samkvæmt framvísun miðans. Korthafi fær síðan endurgreiðslu í lok mánaðarins, að hámarki eru þrír dagar endurgreiddir, inn á kortið.

Betri stofur erlendis
Priority Pass sem veitir þér aðgang að yfir 600 betri stofum á flugvöllum út um allan heim.
Priority Pass er bæði gefið út á aðal- og aukakort. Framvísa skal gildu korti við heimsókn í betri stofu en korthafi greiðir aðeins hálft gjald fyrir hverja heimsókn, eða 12 Evrur, en fullt gjald fyrir gest, 24 Evrur.

Við bendum korthöfum okkar á að kanna vel gildistíma Proirity Pass kortsins áður en lagt er af stað svo ekki skapist vandræði við að nýta betri stofurnar erlendis.

Sjá nánar um biðstofur sem í boði er á vef Priority Pass.

Flýtiinnritun
Korthafi hefur aðgang að flýtiinnritun í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Viðbótarfarangur / Additional luggage
Heimild er fyrir einni viðbótarfarangurstösku að hámarki 23 kg þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair út og heim hvort sem er til Evrópu, Bandaríkjanna eða Kanada.

Skíðataska, golfpoki eða aðrar tómstundatöskur falla ekki undir viðbótarfarangursheimildina.

As part of the product benefits, all Icelandair American Express Premium cardholders are entitled to an additional luggage allowance on Icelandair flights. For all flights to Europe and USA (over the Atlantic Ocean) you are entitled to an additional piece of luggage (maximum weight per item 23 kg).

SIXT Platinum kort, njóttu fríðindanna

Premium korthafar geta sótt um Sixt Platinum kortið og njóta þá ýmissa fríðinda eins og:

 • Möguleiki á uppfærslu um bílaflokk þér að kostnaðarlausu
 • Allt að 15% afsláttur af bílaleigubílum Sixt rent a car út um allan heim
 • Allt að 20% afsláttur af Sixt limousine þjónustu
 • Ýmis tilboð frá samstarfsaðilum Sixt um allan heim
 • Einfaldara að bóka
 • Hraðari þjónusta
 • Tilboð og upplýsingar í gegnum facebook.com/sixt og facebook.com/Sixtbílaleigaísland

Þú sækir um SIXT Platinum kortið hér

Samanburður Premium/Platinum korta

Hér getur þú séð sambærileg kort (Premium Icelandair American Express kortið á móti Platinum korti annara útgefenda) sem safna Vildarpunktum Icelandair: 

Hraðbankaheimildir kortsins

American Express er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

 • Innanlands: 100.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.
 • Erlendis: 100.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Kortatímabil kortsins

 

Nýstofnuð kort eru stofnuð með kortatímabili frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Í boði er að velja um tvö önnur kortatímabil:

 

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Ath. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reikning sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

 

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

 

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 38.500 kr.

Árgjald aukakorts er 19.250 kr.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.