Einstaklingskort

Premium

Mastercard

Premium Mastercard kortið er kjörið fyrir fólk sem er mikið á ferðinni með Icelandair og vill safna Vildarpunktum Icelandair.  Korthafar safna Vildarpunktum af allri veltu, bæði innanlands og erlendis.

Sækja um kort

Meðal fríðinda kortsins eru:

 • Sérsniðin endurgreiðslutilboð frá Fríðu
 • 12 punktar af hverjum 1.000 kr af allri verslun
 • 20 punktar af hverjum 1.000 kr þegar verslað er hjá Icelandair
 • 30.000 Vildarpunktar Icelandair, þegar ákveðinni veltu er náð
 • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair
 • Frí aðild að Icelandair Golfers
 • Endurgreiðsla vegna bílastæðis við Leifsstöð
 • Víðtækar ferðatryggingar
 • Flýtiinnritun
 • Priority Pass
 • Sixt Platínum kort

Aukakort

Handhafa Premium kortsins stendur til boða að fá aukakort með Premium kortinu. Aðeins er greitt hálft árgjald fyrir aukakort.

Athugið að heimild aðal– og aukakorts samanstendur af einni sameiginlegri heimild. Öll kreditkort sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir eina heimild, þ.m.t. aukakort.

Aukin punktasöfnun hjá Icelandair

Premium korthöfum býðst aukin punktasöfnun á veltu hjá Icelandair eða 20 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr þegar verslað er um borð eða flug hjá Icelandair.

30.000 Vildarpunktar

Handhafi Premium kortsins á möguleika á að vinna sér inn 30.000 viðbótarpunkta gegn því að ná veltumiði 4,1 milljón á 12 mánaða tímabili sem miðast við stofndag kortsins. Það er einungis hægt að fá 30.000 viðbótarpunkta einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili. Þegar 12 mánaða tímabili lýkur hefst söfnun á ný.

Betri stofan í Leifsstöð - Saga Lounge

Handhafa Premium kortsins býðst aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair.

Aðgangur er aðeins ætlaður handhafa kortsins og framvísa þarf gildu korti í móttöku betri stofunnar. Börn fá eingöngu aðgang að Saga Lounge ef þau ferðast á Saga Premium.

Icelandair Golfers

Handhafa Premium kortsins býðst aðgangur að Icelandair Golfers án endurgjalds. Sótt er um aðild á vef Icelandair Golfers, hvort sem um er að ræða nýskráningu eða endurnýjun á aðild. Þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um fríðindi meðlima Icelandair Golfers.

Kynntu þér fríðindin sem korthöfum býðst í Golfers með því að lesa frekar um þau hér.

Bílastæði við Leifsstöð

Korthafa býðst að leggja á langtíma bílastæði við Leifsstöð og fá allt að 3.750 kr endurgreitt, þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Bókað á netinu

Ef bílastæði er bókað í bókunarvél á netinu þá fær korthafi sendan miða með bókunarstaðfestingu. Sá miði er skannaður við innkeyrsluhlið og aftur við útkeyrslu, miðann má skanna beint úr símanum eða af útprenti. Í lok tímabils fær handhafi kortsins endurgreiðslu sem nemur allt að 3.750 kr. 

Mæta á staðinn

Kortið er sett í afgreiðsluvél þegar ekið er inn á langtímastæði við brottför. Við heimkomu er sama kort sett í afgreiðsluvél þegar ekið er út af langtímastæði og greitt er fyrir þá daga sem bíll var geymdur á bílastæðinu. Í lok tímabils fær handhafi kortsins endurgreiðslu sem nemur allt að 3.750 kr. 

Betri stofur erlendis - Priority Pass

 

Handhafa Premium kortsins býðst að fá Priority Pass kort sér að kostnaðarlausu, óska þarf eftir kortinu hjá Kreditkorti. Priority Pass veitir aðgang að yfir 1.200 betri stofum á flugvöllum út um allan heim. Priority Pass er bæði gefið út á aðal- og aukakort. Framvísa skal gildu korti við heimsókn í betri stofu og greitt er fyrir hverja heimsókn samkvæmt verðskrá Kreditkorts. Gott er að kanna gildistíma Priority Pass kortsins áður en lagt  er af stað í ferðalag svo ekki skapist vandræði við að nýta betri  stofurnar erlendis.

Þú sækir um Priority Pass kort hér

Sjá nánar um biðstofur sem í boði er á vef Priority Pass.

Flýtiinnritun

Korthafi hefur aðgang að flýtiinnritun í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Bestu ferðatryggingarnar

Með Premium kortinu færðu víðtækar ferðatryggingar.  Þá má nálgast hér.

Bílaleigutryggingar

Handhafi Premium kortsins fær kaskó– og viðbótartryggingu  fyrir bílaleigubíl. Athugið að ávallt þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigu til að viðbótartrygging taki gildi.

Bílaleigutrygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi, fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna, Afríku (S-Afríka undanskilin) og ekki innan dvalarlands korthafa. 

Mikilvægt er að kynna sér skilmála bílaleigutryggingarinnar áður en bókað er til að koma í veg fyrir misskilning.

SIXT Platinum kort, njóttu fríðindanna

Handhafa Premium kortsins býðst að fá Sixt Platinum sér að endurgjaldslausu.

Kortið þarf að sækja um í gegnum link hér að neðan og veitir það handhafa ýmis fríðindi við bókun á bílaleigubíl.

 • Möguleiki á uppfærslu um bílaflokk sér að kostnaðarlausu
 • Allt að 15% afsláttur af bílaleigubílum Sixt rent a car út um allan heim
 • Allt að 20% afsláttur af Sixt limousine þjónustu
 • Ýmis tilboð frá samstarfsaðilum Sixt um allan heim
 • Einfaldara að bóka
 • Hraðari þjónusta
 • Tilboð og upplýsingar í gegnum facebook.com/sixt og

  facebook.com/sixt.iceland

Þú sækir um SIXT Platinum fríðindakortið hér .

Hraðbankaheimildir kortsins 

Úttektarheimildir kortsins eru eftirfarandi: 

 • Innanlands: 100.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.
 • Erlendis: 100.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Kortatímabil kortsins

Nýstofnað kort er með kortatímabil frá 27. hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Í boði er að velja um tvö önnur kortatímabil:

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Ath. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reikning sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Árgjald kortsins og önnur gjöld

Árgjald aðalkortsins er 38.500 kr. og aukakorts er 19.250 kr.

Tengigjald við Icelandair er 2.500 kr. Við greiðslu tengigjalds fær korthafi 4.000 Vildarpunkta

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir verðskrá Kreditkorts .

 • FerðatryggingarVíðtækar ferðatryggingar
 • Fyrirframgreitt kort í boðiNei
 • Árgjald38.500 kr.
 • Árgjald aukakorts19.250 kr.
 • Tengigjald Icelandair2.500 kr.
 • Vildarpunktar við greiðslu tengigjalds-
 • FríðindasöfnunVildarpunktar Icelandair
 • Punktafjöldi fríðinda/af allri veltu12 punktar á 1.000 kr.
 • FríðaTilboð tengd veltu korts
 • 30.000 Vildarpunktar30.000 Vildarpunktar þegar 4,1 milljóna króna veltu er náð á 12 mán tímabili
 • Aðild að Icelandair GolfersFrí aðild
 • Bílastæði við LeifsstöðAllt að 3.750 kr. í endurgreiðslu
 • Flýtiinnritun við LeifsstöðÞegar korthafi flýgur með áætlunarflugi Icelandair
 • Viðbótarfarangur-
 • Saga Lounge LeifsstöðJá, þegar keypt er áætlunar- eða leiguflug með Icelandair
 • Priority Pass kortPriority Pass kortið er endurgjaldslaust en hver heimsókn 30 USD og 30 USD fyrir gest
 • Sixt fríðindakortPlatinum fríðindakort
 • Hámark úttekt úr hraðbanka innanlands100.000 á dag / takmörkun kortatímabils er úttektarheimild korts
 • Hámark úttekt úr hraðbanka erlendis100.000 á dag / takmörkun kortatímabils er úttektarheimild korts
 • Þóknun hraðbankaúttekta innanlands2,2% + 285 kr. úttektargjald
 • Þóknun hraðbankaúttekta erlendis2,75% / lágmark 690 kr.

 Platinum Icelandair - Fríða Saga Lounge Vildarpunktar Icelandair

Mastercard

Platinum kortið er kjörið fyrir fólk sem er mikið á ferðinni með Icelandair og vill safna Vildarpunktum Icelandair.  Korthafar safna Vildarpunktum af allri veltu, bæði innanlands og erlendis.

Lesa meira

Classic - Fríða Vildarpunktar Icelandair

Mastercard

Classic kortið er kjörið fyrir fólk sem er á ferðinni og vill safna Vildarpunktum Icelandair. Korthafar safna Vildarpunktum af allri veltu, bæði innanlands og erlendis.

Lesa meira

Platinum kort - Fríða

Mastercard

Platinum kortið tryggir þér sérstöðu á kortamarkaðnum. Þú færð persónulega og einstaklega lipra þjónustu. Kortið er vel þekkt um allan heim og er trygging þess að þú sért traustur og öruggur viðskiptavinur sem við metum mikils.

Lesa meira

Gull kort - Fríða Fyrirframgreidd kort

Mastercard

Traust kort fyrir fólk á faraldsfæti. 

Lesa meira

Silfur kort - Fríða Fyrirframgreidd kort

Mastercard

Ódýrt og einfalt en þó öflugt kort fyrir þá sem eru ekki að leita að fríðindum en eru samt að sækjast eftir almennum grunnferðatryggingum og öryggi. Skoðaðu eiginleika kortsins, þetta gæti verið kortið sem þig vantaði!

 

Lesa meira

Silfur með betri tryggingum - Fríða Fyrirframgreidd kort

Mastercard

Silfurkortið er einfalt en þó öflugt kort fyrir þá sem eru ekki að leita að fríðindum en eru samt að sækjast eftir betri ferðatryggingum og öryggi. Silfurkortið getur þú einnig fengið sem plúskort. Skoðaðu kortið, þetta gæti verið kortið sem hentaði þér!

Lesa meira

Almennt - Fríða Fyrirframgreidd kort

Mastercard

Almenna kortið er ódýrt en þó öflugt kort sem hentar vel fyrir þá sem vilja kreditkort en hafa ekki áhuga á þeirri fríðindasöfnun sem oft fylgir kortunum.

Lesa meira