Atlas Gull fyrirframgreitt kort

Traust kort fyrir fólk á faraldsfæti.

Helstu kostir kortsins:

  • Enginn reikningur
  • Points punktasöfnun
  • Mjög góðar ferðatryggingar
  • Neyðarþjónusta allan sólahringinn

Points punktar

Points.is er fríðindakerfi sem býður upp á fjölbreytt og skemmtileg fríðindi og gerir þér kleift að nota fríðindin þín strax. Þú einfaldlega innleysir þá punkta sem þú átt og nýtir þá til að kaupa margs konar vörur og þjónustu. Punktastaðan þín er uppfærð mánaðarlega inn á Points.is.

Með uppsöfnun þinni á kortið safnar þú punktum af allri veltu kortsins. Kreditkort veitir korthöfum fríðindi af allri verslun, hvort sem um er að ræða veltu innanlands og erlendis.

Gull fyrirframgreidd kort safna 0,6% af allri verslun kortsins.

Fríðindin safnast ekki fyrr en þú hefur skráð þig á Mínar síður fyrir Points punktum.  Eftir að skráning þín er orðin virk byrjar þú að safna punktum.

Aðalkorthafi þarf að vera skráður í Points fríðindakerfið til þess að skráning verði virk og punktar safnist af veltu kortsins. Aukakorthafi þarf ekki að skrá sig sérstaklega en punktar safnast af allri veltu aðal- og aukakorthafa sé aðalkorthafi skráður.

Skilmálar tengdir Points fríðindakerfinu má lesa nánar hér. Gilda þeir fyrir alla þá korthafa sem að safna Points punktum.

Korthafi greiðir tengigjald árlega fyrir að tengjast Points fríðindakerfinu. Tengigjaldið er 1.500 kr en á móti leggjast 1.500 Points punktar inn á kennitölu korthafa sem hann getur ráðstafað í verðmæta vöru og þjónustu að eigin vali.

Tryggingar um kortið

Með Gullkorti fylgja úrvals ferðatryggingar og neyðarþjónusta. Við mælum með að þú kynnir þér ferðatryggingarnar á kortinu þínu. Þú getur kynnt þér tryggingar hér.

Neyðarþjónustan er opin allan sólarhringinn og leggjum við okkur fram við að leysa mál þitt eins fljótt og þægilega og hægt er. Neyðarsímanúmerið okkar er 550 1500.

Hraðbankaheimildir kortsins

MasterCard er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

  • Innanlands: 50.000 kr. á viku á meðan heimild leyfir.
  • Erlendis: 80.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 10.500 kr.

Árgjald aukakortsins er 5.250 kr.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.