Atlas Silfur fyrirframgreitt kort

Ódýrt og einfalt en þó öflugt kort fyrir þá sem eru ekki að leita að fríðindum en eru samt að sækjast eftir almennum grunnferðatryggingum og öryggi. Skoðaðu eiginleika kortsins, þetta gæti verið kortið sem þig vantaði!

Helstu kostir kortsins:

  • Ódýrt
  • Engir reikningar
  • Grunn ferðatryggingar
  • Alþjóðlegt greiðslukort

Aukið öryggi með SMS þjónustu

Þú getur fengið SMS ef kortið er notað án segulrandar. Þetta t.d. á við þegar verslað er með kortinu á internetinu eða í gegnum síma. Þetta er frábær leið til þess að auka öryggi kortsins og veitum við þessa þjónustu án endurgjalds

Sendu okkur póst á netfangið kreditkort (hja) kreditkort (.) is með nafni þínu, kennitölu, tegund korts sem óskað er eftir að fari í þjónustuna og símanúmer þitt og skráning þín verður virk á kortinu.

Tryggingar kortsins

Með Silfur fyrirframgreiddu korti fylgja grunnferðatryggingar og neyðarþjónusta. Við mælum með að þú kynnir þér ferðatryggingarnar á kortinu þínu. Þú getur kynnt þér tryggingar hér.

Neyðarþjónusta okkar er opin allan sólahringinn og er símanúmerið 550 1500.

Hraðbankaheimildir kortsins

MasterCard er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

  • Innanlands: 25.000 kr. á viku á meðan heimild leyfir.
  • Erlendis: 50.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 3.900 kr.

Árgjald aukakorts er 1.950 kr.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.