Viðskipta Gull fyrirframgreitt kort

Hentar vel ef starfsfólk þarf að ferðast á vegum fyrirtækis, en því fylgja mjög góðar ferðatryggingar og öryggi fyrir ferðalagið.

  • Engir reikningar
  • Engin ábyrgð
  • Verslað á netinu án óþæginda
  • Mjög góðar ferðatryggingar, þ.m.t. bílaleigutrygging
  • Aðgangur að færslusíðu MasterCard

Einstaka yfirsýn er hægt að fá yfir kortið með færslusíðu MasterCard en þar er hægt er að skoða allar færslur jafnóðum og þær berast og það fæst yfirsýn yfir útgjöld fyrirtækisins.

Mjög góðar ferðatryggingar

Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis er eitthvað sem margir korthafar ganga að sem vísu.

Þetta er sennilega sá hluti fríðindanna sem fylgja MasterCard kortum sem fæstir hugsa mikið til, en getur að sama skapi verið gríðarlega mikilvægt ef eitthvað bjátar á á ferðalögum um fjarlægar slóðir.

Með Viðskipta Gullkorti fylgja mjög góðar ferðatryggingar, þ.m.t. bílaleigutrygging. Athugið að vegna bílaleigutryggingar þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigunni erlendis.

Sjá nánar um tryggingar kortsins.

Hraðbankaheimildir kortsins

MasterCard er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

  • Innanlands: 50.000 kr á viku á meðan heimild leyfir.
  • Erlendis: 80.000 kr á dag á meðan heimild leyfir.
  • Plúskort: sömu heimildir og hér að ofan.

Vikuleg hraðbankaheimild fyrir kortið byrjar á mánudegi til sunnudags.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 13.200 kr.

Árgjald aukakorts er 13.200 kr.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.