Almennt kort

Almenna kortið er ódýrt en þó öflugt kort sem hentar vel fyrir þá sem vilja kreditkort en hafa ekki áhuga á þeirri fríðindasöfnun sem oft fylgir kortunum.

Kortið hentar vel þeim sem vilja:
– Versla á netinu
– Eignast ódýrt greiðslukort
– Vantar ekki greiðslukort með ferðatryggingum

Aukið öryggi

Þú getur fengið SMS ef kortið er notað án segulrandar. Þetta t.d. á við þegar verslað er með kortinu á internetinu eða í gegnum síma. Þetta er frábær leið til þess að auka við öryggi kortsins og veitum við þessa þjónustu án endurgjalds.

Fyrirframgreitt kort í boði

Það er einnig í boði að fá Almennt kort sem fyrirframgreitt kort. Þá greiðir þú aldrei eftir á heldur áttu fyrir því sem þú ert að nota kortið í. Virkar því svipað og debetkort og greiðir engin færslugjöld og með öllum kostum kreditkorts svo sem endurkröfurétti og getur verslað á netinu.

Engar ferðatryggingar

Til þess að bjóða Almennt kort á eins góðu verði og hægt er þá fylgja því engar ferðatryggingar. Þetta kort er því kjörið fyrir þá sem vilja sjá um sínar tryggingar sjálfir þegar þeir ferðast erlendis.

Heimild kortsins

Þegar sótt er um kort er óskað eftir ákveðinni heimild í umsóknarferli. Heimild korts samanstendur af einni sameiginlegri heimild eða lánaþaki sem kallast lánamörk kortsins. Öll kreditkort, MasterCard og American Express kort, sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir ein lánamörk. Lánamörk ná til allra viðskipta, innlendrar- og erlendra verslunar, boðgreiðslna, fastra greiðslna og greiðsludreifinga.

Notkun á aðal- og aukakorthafa falla þannig undir ein lánamörk.

Einnig ef aðalkorthafi er með MasterCard og American Express kort sem kortatvennu eru lánamörk kortanna sameiginleg.

Hvert kort er svo einnig með sjálfstæða heimild sem í sumum tilvikum skiptist í innlenda og erlenda heimild. Möguleiki er að hafa sjálfstæða heimild kortsins lægri en lánamörk þess ef korthafi óskar eftir, en aldrei er hægt að nota kort fyrir hærri upphæð en lánamörk kortsins segir til um.

Hægt er að fá upplýsingar um heimildir korta á Mínum Síðum Kreditkorts en upplýsingar um lánamörk korta er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Kreditkorts í síma 550-1500 eða með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is.

Hraðbankaheimildir kortsins

MasterCard er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

  • Innanlands: 25.000 kr. á viku á meðan heimild leyfir.
  • Erlendis: 50.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir.
  • Plúskort: sömu heimildir og hér að ofan.

Vikuleg hraðbankaheimild fyrir kortið byrjar á mánudegi til sunnudags.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Kortatímabil kortsins

Nýstofnuð kort eru stofnuð með kortatímabili frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Í boði er að velja um tvö önnur kortatímabil:

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Ath. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reikning sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 1.900 kr.

Árgjald aukakorts er 950 kr.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.