Einkakort

Einkakort er alþjóðlegt MasterCard Gullkort fyrir einstaklinga, en það er eingöngu í boði fyrir handhafa Corporate korts Icelandair og MasterCard, en handhafar þess geta fengið það án endurgjalds ef óskað er.
  • Vildarpunktasöfnun hjá Icelandair Saga Club
  • SMS með upplýsingum um stöðu og notkun kortsins
  • Sambærilegar ferðatryggingar og fylgja Corporate korti Icelandair og MasterCard og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis

Þar sem aðalkorthafi Einkakorts er jafnframt handhafi Corporate korts er hann tryggður samkvæmt því korti og getur nýtt sér persónulega þær tryggingar sem það kort inniheldur þ.m.t. bílaleigutrygginguna, svo lengi sem Corporate kortið er í gildi.

Handhafar Einkakorta geta sótt um aukakort og greiða árgjald fyrir það.

Vildarpunktasöfnun hjá Icelandair Saga Club

Icelandair Saga Club, söfnun 9 punktar á hverjar 1.000 krónur af úttektum sem eru yfir 2.000 kr. eða hærri af innlendri veltu hjá söluaðilum sem eru með sölusamning við Borgun.

Vildarpunktar fyrir veltu aðal- og aukakorthafa leggjast inn á kennitlöu aðalkorthafa í Icelandair Saga Club.

Lesa meira

SMS sérþjónusta

Þú getur fengið SMS ef kortið er notað án segulrandar (t.d. á netinu eða í síma) – ef þú ferð yfir 90% af heimild – þegar lagt er inn á fyrirframgreitt kort.

Lesa meira

Mjög góðar ferðatryggingar

Mjög góðar ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis. Sem handhafi Corporate korts Icelandair og MasterCard nýtur Einkakortshafi trygginga sem fylgja Corporate kortinu.

Athugið að korthafi þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigu svo að viðbótarábyrgðartrygging taki gildi.

Bílaleigutrygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Afríku (S-Afríka undanskilin) og ekki innan dvalarlands korthafa. 

Við hvetjum korthafa að kynna sér bílaleigutryggingarskilmála kortsins.

Skilmála getur þú nálgast hér.

Hraðbankaheimildir kortsins

MasterCard er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka sem kortin virka í erlendis. Úttektarheimildirnar eru:

  • Innlend: 50.000 kr. á viku á meðan heimild leyfir
  • Erlend: 80.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir

Vikuleg hraðbankaheimild fyrir kortið byrjar á mánudegi til sunnudags.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Kortatímabil kortsins

Nýstofnuð kort eru stofnuð með kortatímabili frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Í boði er að velja um tvö önnur kortatímabil:

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Kortið er án endurgjalds á meðan Corporate kortið er í gildi enda er þetta tvenna með Corporate fyrirtækjakortinu og greiðist einungis árgjaldið fyrir Corporate kortið.

Handhafar Einkakorta geta sótt um aukakort. Árgjald aukakorts er kr. 5.250 ,-.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.