Innkaupakort ríkisins

Innkaupakort ríkisins er eins og Innkaupakort MasterCard nema að tvennu leyti; það er einungis ætlað fyrirtækjum og stofnunum á vegum ríkisins og því fylgja ferðatryggingar fyrir alla korthafa innkaupakorts ríkisins.

Sjá nánar um Innkaupakort hér að neðan.


Nær 200 stofnanir og fyrirtæki

Tæplega 200 stofnanir hafa nú þegar tekið Innkaupakort ríkisins í notkun og nota það m.a. til greiðslu á reglulegum útgjöldum með boðgreiðslum. Vegna góðra ferðatrygginga er Innkaupakortið einnig mikið notað til greiðslu á ferðaútgjöldum.

Aðgangur að færslusíðu MasterCard

Stofnanir eru flestallar að nýta sér þá hagræðingu sem skapast af samhliða notkun færslusíðu MasterCard og rafrænan flutning færslna í bókhald.

Ferðatryggingar fylgja fyrir starfsmenn

Mjög góðar ferðatryggingar fylgja fyrir korthafa Innkaupakorts ríkisins.

Sjá nánar um tryggingarnar sem fylgja með kortinu.

Hraðbankaheimildir kortsins

Ekki er hægt að taka úr úr hraðbanka á Innkaupakorti MasterCard.

Kortatímabil kortsins

Kortatímabil kortsins er frá 1.hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddagi er 25. næsta mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddagi næsta virka dag á eftir. Gjalddagi er jafnframt eindagi.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 3.900 kr.

Ekki er hægt að sækja um aukakort á Innkaupakort ríkisins.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.