Innkaupakort

Innkaupakort er alþjóðlegt MasterCard kreditkort sem sérstaklega er sniðið að daglegum þörfum í rekstri fyrirtækja og stofnana.

Með notkun Innkaupakortsins hjá fyrirtækjum skapast einstaklega þægilegur farvegur fyrir öll regluleg útgjöld og önnur almenn innkaup, sem ekki þarf að taka sérstaka ákvörðun um.

Meðal þeirra útgjalda sem fyrirtæki setja á Innkaupakort eru:

  • Allir fastir reikningar vegna orku, síma o.þ.h.
  • Þjónustusamningar vegna tölva, tækja og sorphirðu
  • Rekstrarvörur fyrir mötuneytið eða skrifstofuna
  • Áskriftir að dagblöðum og tímaritum
  • Smáinnkaup eins og bakkelsi fyrir fundi, bensín á fyrirtækjabíla og matur fyrir starfsmenn á ferðalögum

Einfaldari innkaupaferlar

Með því að taka upp Innkaupakort eru innkaupaferlar styttir og einfaldaðir til muna. Þannig næst fram töluverður tíma- og vinnusparnaður.
Beiðnaheftin heyra sögunni til og mánaðarreikningar verða í algjöru lágmarki.

Ábyrgð dreifist

Allir starfsmenn sem stofna til útgjalda fá Innkaupakort og bera ábyrgð á færslum á sitt kort innan þeirra úttektarheimilda sem fyrirtækið ákvarðar.

Einstök yfirsýn yfir útgjöld

Þar sem hægt er að skoða allar færslur á færslusíðu MasterCard jafnóðum og þær berast, fæst yfirsýn yfir útgjöld fyrirtækisins.  

Færslurnar eru greindar niður á deildir, korthafa, söluaðila og upphæð. Auk þessa senda þó nokkrir birgjar ítarupplýsingar í formi rafræns reiknings með færslum sínum á Innkaupakort.

Færslur rafrænt í bókhald

Allar færslur af MasterCard fyrirtækjakortum koma inn á færslusíðu MasterCard. Einnig koma þar inn færslur af mánaðarreikningum og kortum Icelandair og Flugfélags Íslands.
Þessar færslur er svo hægt að lykla fyrirfram á færslusíðu MasterCard og færa rafrænt beint í bókhaldið.

Með því að nota þessa flutningsleið gagnanna, nýtast rafrænar upplýsingar frá söluaðila og ekki þarf að margskrá sömu upplýsingarnar.

Þróun og reynsla

Kreditkort var frumkvöðull í markaðssetningu á Innkaupakorti fyrir fyrirtæki og stofnanir og er leiðandi í þróun á því sviði.

Í lok árs 1999 valdi íslenska ríkið að gera samning við MasterCard um þróun og innleiðingu á Innkaupakorti ríkisins til stofnana og ráðuneyta á vegum þess. Þessi samningur hefur verið framlengdur og er enn í gildi.

Á þessum árum hefur skapast ómetanleg reynsla sem nýst hefur frábærlega við alla þróun á Innkaupakortinu.

Innkaupakerfi

Með notkun Innkaupakorts, færslusíðunnar og rafræns flutnings í bókhald er komið. Innkaupakerfi, sem getur komið í stað beiðnakerfis og hefur sannanlega orðið til verulegrar hagræðingar í stórum sem smáum fyrirtækjum.

Ferðatryggingar fylgja fyrir starfsmenn

Mjög góðar ferðatryggingar fylgja fyrir korthafa Innkaupakorts MasterCard.

Sjá nánar um tryggingarnar sem fylgja með kortinu.

Hraðbankaheimildir kortsins

Ekki er hægt að taka úr úr hraðbanka á Innkaupakorti MasterCard.

Kortatímabil kortsins

Kortatímabil kortsins er frá 1.hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddagi er 25. næsta mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddagi næsta virka dag á eftir. Gjalddagi er jafnframt eindagi.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 3.900 kr.

Ekki er hægt að sækja um aukakort á Innkaupakort.

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts.