Platinum Icelandair

Platinum kortið tryggir þér sérstöðu á kortamarkaðnum. Þú færð persónulega og einstaklega lipra þjónustu. Kortið er vel þekkt um allan heim og er trygging þess að þú sért traustur og öruggur viðskiptavinur sem við metum mikils.

Helstu kostir kortsins:

  • Vildarpunktar Icelandair
  • Úrvals ferðatryggingar, þ.m.t. bílaleigutrygging.
  • Aðgangur að Priority Pass betri stofum

Vildarpunktar Icelandair

5 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. reiknast af allri innlendri verslun.

Ekki reiknast Vildarpunktar af hraðbankaveltu kortsins.

Tryggingar kortsins

Með Platínum korti  fylgja úrvals ferðatryggingar og neyðarþjónusta. Við mælum með að þú kynnir þér ferðatryggingarnar á kortinu þínu. Þú getur kynnt þér tryggingar hér.

Platinum korthafar fá kaskó- og viðbótartryggingu fyrir bílaleigubíla. 

Athugið að korthafi þarf að kaupa grunnábyrgðartryggingu hjá bílaleigu svo að viðbótarábyrgðartrygging taki gildi.

Bílaleigutrygging gildir ekki á Íslandi, Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Afríku (S-Afríka undanskilin) og ekki innan dvalarlands korthafa. 

Við hvetjum korthafa að kynna sér bílaleigutryggingarskilmála kortsins.

Priority Pass aðgangur

Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 600 betri stofum í 275 borgum í 90 löndum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna betri stofu á ferðalögum þínum.

Framvísa þarf Priority Pass kortinu við inngöngu í betri stofur Priority Pass.

Hóflegt gjald, eða USD 30, verður fært á kortið í kjölfar hverrar heimsóknar í Priority Pass betri stofur.
Ef korthafi óskar eftir að bjóða gesti með sér í betri stofu þá greiðist einnig 30 USD fyrir hans heimsókn.

Sjá má reglur sem gilda fyrir hverja og eina betri stofu á heimasíðu Priority Pass.

Heimild kortsins

Þegar sótt er um kort er óskað eftir ákveðinni heimild í umsóknarferli. Heimild korts samanstendur af einni sameiginlegri heimild eða lánaþaki sem kallast lánamörk kortsins. Öll kreditkort, MasterCard og American Express kort, sem eru gefin út á sömu kennitölu aðalkorthafa falla undir ein lánamörk. Lánamörk ná til allra viðskipta, innlendrar- og erlendra verslunar, boðgreiðslna, fastra greiðslna og greiðsludreifinga.

Notkun á aðal- og aukakorthafa falla þannig undir ein lánamörk.

Einnig ef aðalkorthafi er með MasterCard og American Express kort sem kortatvennu eru lánamörk kortanna sameiginleg.

Hvert kort er svo einnig með sjálfstæða heimild sem í sumum tilvikum skiptist í innlenda og erlenda heimild. Möguleiki er að hafa sjálfstæða heimild kortsins lægri en lánamörk þess ef korthafi óskar eftir, en aldrei er hægt að nota kort fyrir hærri upphæð en lánamörk kortsins segir til um.

Hægt er að fá upplýsingar um heimildir korta á Mínum Síðum Kreditkorts en upplýsingar um lánamörk korta er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Kreditkorts í síma 550-1500 eða með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is.

Hraðbankaheimildir kortsins

MasterCard er þekkt vörumerki um heim allan og því oftast auðvelt að finna hraðbanka til að taka út reiðufé, hér heima og erlendis. Úttektarheimildir kortsins eru:

  • Innanlands: 100.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir. Hámark 400.000 kr yfir mánuðinn.
  • Erlendis: 100.000 kr. á dag á meðan heimild leyfir.

Athugið að hraðbankar gætu verið með aðra heimild og því verður úttekt að fara eftir heimild hraðbankans hverju sinni.

Kortatímabil kortsins

Nýstofnuð kort eru stofnuð með kortatímabili frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Í boði er að velja um tvö önnur kortatímabil:

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.
Ath. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reikning sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Þriðja kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Snertilaus virkni kortsins

Platinum kortin innihalda greiðsluvalmöguleikann snertilausa virkni. Með snertilausri virkni geta korthafar greitt fyrir vöru og þjónustu með því að bera kortið upp að kortalesaranum án snertingar og PIN númers.

Til þess að virkja snertilausa virkni þarf að nota kortið í afgreiðslutæki hjá söluaðila með því að staðfesta PIN með örgjörvalesningu. Snertilausi valmöguleikinn á kortinu er þá orðinn virkur.

Kostir

  • Snertilausar greiðslur flýta fyrir viðskiptum fyrir smáar upphæðir en eru háðar takmörkunum af öryggisástæðum
  • Hver snertilaus greiðsla getur verið að hámarki kr. 4.200
  • Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna getur ekki verið hærri kr. 10.000 á milli þess sem kortið er notað á hefðbundin hátt og greiðsla staðfest með PIN-númeri
  • Þegar hámarksupphæð snertilausra greiðslna er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN-númeri til þess að hægt sé að hefja snertilausar greiðslur á ný með kortinu

Hægt er að greiða snertilaust hjá þeim söluaðilum sem hafa búnað til þess að taka á móti snertilausum greiðslum. Afgreiðslutæki sem geta tekið á móti snertilausum greiðslum eru auðkennd með merki í glugga afgreiðslutækisins.

Nú þegar hafa fjölmargir söluaðilar uppfært afgreiðslubúnað hjá sér og gera má ráð fyrir því að á næstu mánuðum muni söluaðilum sem taka á móti snertilausum greiðslum fjölga enn frekar.

Snertilausar greiðslur hafa verið að ryðja sér til rúms erlendis á undanförnum árum og hefur öryggi hennar verið margprófað.

Árgjald kortsins og annar kostnaður

Árgjald kortsins er 22.900 kr.

Árgjald aukakortsins er 11.450 kr.

Tengigjald er 1.500 kr. (2.500 Vildarpunktar sem korthafi fær á móti tengigjaldi)

Önnur gjöld og kostnaður kortsins má finna undir gjaldskrá Kreditkorts