Fréttir

Lokun American Express greiðslukorta frá Kreditkorti

26. mar. 2018

Kreditkort hætti útgáfu á nýjum greiðslukortum frá American Express frá og með 31. desember 2017, eins og áður hefur verið tilkynnt. Öllum American Express greiðslukortum útgefnum af Kreditkorti verður lokað 5. apríl ´18. 

Nú eiga allir American Express korthafar að hafa fengið sent nýtt Mastercard kort sem tekur við af American Express kortinu.

Kortin er hægt að virkja í Kreditkort appinu og á Mínum Síðum.

Priority Pass

Samhliða lokun kortanna mun Priority Pass kortum sem gefin hafa verið út með American Express kortunum verða lokað. Við biðjum þá korthafa vinsamlegast um að hafa samband sem hafa verið að nota Priority Pass tengdan American Express kortinu og fá nýjan Priority Pass sem tengdan Mastercard kortinu.

Boðgreiðslur

Korthafar sem eru með boðgreiðslur á American Express þurfa að hafa samband við þá söluaðila og óska eftir breytingu á kortaupplýsingum eftir að nýja Mastercard kortið er virkjað.

Spurt og svarað um yfirskiptinguna má nálgst hér.

Sæktu appið

Appstore_150x54pxGoogleplay_150x54px