Fréttir

Nýtt fríðindakerfi Kreditkorts – Fríða!

16. maí 2018

Kreditkort kynnir nýtt fríðindakerfi fyrir viðskiptavini, Fríðu, sem er að finna í Kreditkortaappinu.

Kreditkort kynnir nýtt fríðindakerfi fyrir viðskiptavini, Fríðu, sem er að finna í Kreditkortaappinu. Fríða býður korthöfum endurgreiðslutilboð og eftir að tilboð hefur verið nýtt er afslátturinn greiddur inn á reikning korthafa.

Fríða býður upp á sérsniðin og almenn tilboð fyrir þig. Þú virkjar tilboðin í appinu, nýtir þau á þeim tíma sem þér hentar, greiðir fullt verð og Fríða endurgreiðir þér svo uppsafnaðan afslátt 18. hvers mánaðar.

Til þess að fá endurgreiðslu þarf að skilgreina bankareikning sem endurgreiðslan fer inn á. Þú uppfærir Kreditkortaappið og skilgreinir svo bankareikning undir Stillingum.

Tilboðum fríðindakerfisins kann að vera eingöngu beint til tiltekinna hópa af korthöfum, sem valdir eru á ópersónugreinanlegan hátt eftir tilteknum breytum, t.a.m. lýðfræðilegum, búsetu, neysluhegðun, kyni eða öðrum flokkum. Korthafar sem óska eftir að vera ekki hluti af neyslugreinanlegum tilboðum geta á auðveldan hátt afskráð sig frá slíkum tilboðum í Kreditkortaappinu. Stillingarnar er að finna neðst í hægra horninu, valið er síðan Fríða stillingar og Sérsniðin tilboð til þín.

Fríða er nýtt fríðindakerfi sem innleitt var á síðasta ári af Íslandsbanka og er nú aðgengilegt fyrir alla viðskiptavini Kreditkorts.

Sæktu Kreditkortaappið hér:

Googleplay_150x54pxAppstore_150x54px

Nánari upplýsingar um Fríðu finnur þú hér.

Skilmála Fríðu getur þú nálgast hér.