Fréttir

Skert þjónusta dagana 14. - 17. september

11. sep. 2018

Við vekjum athygli á því að engar innborganir uppfæra heimildarstöðu plús- og/eða kreditkorts þíns séu þær framkvæmdar dagana 14.-17. september.

Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga og fyrirtækja og appi Kreditkorts/Íslandsbanka dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá Íslandsbanka.

Þjónusta í netbanka og útibúum verður jafnframt skert mánudaginn 17. september. Viðskiptavinir eru hvattir til að eiga bankaviðskipti fyrir gangsetningarhelgina ef þeir eiga þess kost til að lágmarka óþægindin. 

Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast eftir helgina þó millifærslur séu framkvæmdar um helgina.

Ný og betri grunnkerfi 

Íslandsbanki hefur að undanförnu unnið að endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum Reiknistofu bankanna. Verkefnið er umfangsmikið verkefni og eftir innleiðinguna verður bankinn betur í stakk búinn til takast á við breytingar í bankaþjónustu. Kerfið sem er frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra Banking Software er sveigjanlegra og eykur möguleika á samnýtingu hugbúnaðarlausna

Frekari upplýsingar má nálgast í þjónustuveri okkar í síma 550-1500 eða í netfangið kreditkort@kreditkort.is. Þjónustuver verður opið frá 10-18 þessa helgi.

Nánari upplýsingar má jafnframt finna hér.