Fréttir

Við flytjum á netið í sumar

31. maí 2018

  • Kreditkort_app

Þann 6. júlí næstkomandi lokum við afgreiðslu Kreditkorts í Ármúlanum og færum okkur yfir á netið. Með öðrum orðum þá styðjumst við framvegis við rafrænar lausnir við alla afgreiðslu tengda kortaumsýslu.

Nú er svo komið að viðskiptavinir geti nýtt sér þessar öflugu lausnir á þægilegan hátt, hvar og hvenær sem er. Því höfum við kosið að byggja upp og bæta þjónustuna framvegis alfarið á netinu.

Í Kreditkortsappinu má alltaf sjá rauntímastöðu, breyta heimild, nálgast PIN númer og fleira. Það sama gildir um vef okkar, kreditkort.is, þar sem öll þjónusta fer fram gegnum Mínar síður.

Allt um Kreditkort appið hér.

Við bendum á að reikninga má greiða í öllum bankaútibúum á Íslandi og að sjálfsögðu verður síminn okkar áfram opinn frá 8:30–17 alla virka daga, auk þess sem neyðarnúmer er alltaf virkt. Hikaðu ekki við að heyra í okkur ef það eru einhverjar spurningar í tengslum við þessar breytingar.  

Kveðja,
starfsfólk Kreditkorts.

Spurt og svarað varðandi flutning Kreditkorts

 

Hvers vegna er Kreditkort að loka útibúi sínu?

Lokun á útibúi Kreditkorts er hluti af stafrænni vegferð Kreditkorts.

Hvenær mun útibúi Kreditkorts í Ármúla 28 verða lokað?

Þann 6.júlí 2018 verður útibúinu lokað.

Hvernig get ég haft samband við Kreditkort?

Með því að hringja í síma 550-1500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is

Ef ég er ekki með snjallsíma og get ekki nýtt mér Kreditkort appið, hvað get ég gert í staðinn?

Þú getur nýtt þér Mínar síður . Þar getur þú fylgst með stöðu kortsins, óskað eftir greiðsludreifingu, nálgast PIN númer og margt fleira.

Ef ég er ekki með rafræn skilríki, hvar get ég fengið rafræn skilríki?

Þú  getur fengið rafræn skilríki í næsta banka eða Sparisjóði eða hjá þínu farsímafyrirtæki.

Hvar get ég greitt kortareikninginn minn?

Þeir sem kjósa að greiða kortareikning með greiðsluseðli geta farið með greiðsluseðilinn í næsta banka eða Sparisjóð.

Fyrir þá sem hafa hingað til greitt kortareikning rafrænt eða með beingreiðslu þá verður það fyrirkomulag áfram óbreytt.

Ef ég vil sækja kortið mitt, get ég það?

Öll kort verða send í bréfpósti. Hægt verður að óska eftir að sækja kort og fer sú afgreiðsla fram í afgreiðslu Borgunar í Ármúla 30.

Ef ég er með undirritað eyðublað sem ég þarf að skila til ykkar, hvernig geri ég það?

Öllum eyðublöðum skal skilað með rafrænni undirritun eða með tölvupósti á kreditkort (hjá) kreditkort (.) is .