Laus störf

Ekki er verið að auglýsa í ákveðið starf eins og er en hægt er að senda almenna starfsumsókn á starf (hjá) kreditkort (.) is

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Hjá Kreditkorti starfa um 20 einstaklingar á grónum stað í Ármúlanum en fyrirtækið er búið að vera á sama stað frá upphafi eða síðan 1980. Starfsmannahópur okkar er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur og veitir það fyrirtækinu létt og skemmtilegt yfirbragð í starfi sem skemmtun.

Leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar um starf hjá Kreditkorti

Þó e.t.v. séu engin störf á lausu, er þér velkomið að senda okkur umsókn. Við tökum við öllum umsóknum og skráum í gagnagrunn, sem gengið er í áður en auglýst er eftir starfsfólki

Við bjóðum ekki upp á umsókn á vefnum af því við höfum meiri trú á eigin starfsferilsskrám einstaklinga; þær getur hver sniðið að eigin þörfum og ráðið áherslum. Aftur á móti er hér að finna nokkra punkta um hvað þarf að koma fram í starfsferilsskrá svo hún gagnist okkur sem best

Starfsferilsskrá

Til að umsókn eða starfsferilsskrá gagnist okkur sem best þurfa eftirfarandi atriði að koma fram:

  • Persónulegar upplýsingar - Nafn og helstu hagir; fjölskyldustaða, fjöldi barna og dagvistun ef við á. Hvernig hægt er að ná í umsækjanda.
  • Menntun - Skólar og helstu námskeið sem umsækjandi hefur sótt. Skóli, námstími, og gráða eða áætluð námslok.
  • Starfsferill - Helstu störf; hvar unnið, við hvað, tímabil sem unnið var, ástæða uppsagnar.
  • Hæfni, þekking og reynsla - Tungumála- og tölvukunnátta, reynsla við skrifstofustörf eða stjórnun. Allt sem þú telur að geri þig hæfa/n til að gegna starfinu sem sótt er um.
  • Meðmælendur - Einn eða fleiri aðilar sem gefið geta upplýsingar um frammistöðu umsækjanda í starfi.
  • Starf sem sótt er um - Við hvað hefðir þú áhuga á að vinna? Sækistu eftir fullu eða hlutastarfi, sumarstarfi eða verkefnum 

Ýmis atriði sem gott er að hafa með í umsókn 

Eftirfarandi atriði geta auðveldað okkur meðferð umsókna 

  • Ljósmynd/passamynd.
  • Styrkleikar/veikleikar: Hverjir eru þínir helstu styrkleikar og veikleikar sem starfskrafts, og af hverju?

Skil umsókna

Hægt að senda okkur almennar umsóknir í tölvupósti  á starf (hjá) kreditkort (.) is

Meðferð umsókna

Þegar umsókn berst er hún skráð í gagnagrunn okkar, sem við svo leitum í þegar starfsfólk óskast. Öllum umsóknum er svarað skriflega þar sem greint er frá því að umsóknin hafi verið móttekin og skráð og hver meðferð hennar verði. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál . 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.