Skilmálar

Almennir skilmálar

Kreditkort er sérhæft kortaútibú innan Íslandsbanka hf., kt. 520307-0360. Íslandsbanki er fjármálafyrirtæki samkvæmt 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og hefur starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu og lýtur jafnframt eftirliti þess.

Almennir skilmálar Íslandsbanka 

App skilmálar

Sérstakir skilmálar fyrir notkun á Kreditkorts appinu

Í Kreditkorts appinu getur þú skoðað stöðuna á kortareikningum, séð  upphæð ógreiddra reikninga, virkjað kort, sótt PIN númer og fryst kort. Appið er handhægt og einfalt en það eru samt nokkrir hlutir sem þú þarft að vita og samþykkja fyrst. 

Eftirfarandi eru sérstakir skilmálar fyrir notkun á Kreditkorts appinu. Mikilvægt er að notandi kynni sér skilmálana. Að öðru leyti gilda skilmálar fyrir Mínar Síður hjá Kreditkorti. 
Kreditkorts appið (Appið) er forrit í boði Kreditkorts sem gerir notendum kleift að tengjast Mínum síðum hjá Kreditkorti (Mínar síður), sjá yfirlit og framkvæma ofangreindar aðgerðir með því að slá inn fjögurra stafa öryggisnúmer (PIN). 

Með því að sækja Appið og tengjast Mínum síðum samþykkir notandi að Kreditkort visti upplýsingar um símtæki notanda, þ.e. nafn, tegund og númer í gagnagrunni Kreditkorts og tengi við Mínar síður notanda.

Notkun á Appinu er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Að öðru leyti gildir verðskrá  síma- og internetþjónustu notanda fyrir notkun á gagnamagni og gjaldskrá Kreditkorts  fyrir SMS auðkenningar og tilkynningar. 

Notandi samþykkir að Kreditkort verði ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir notkun hans á Appinu eða vegna tjóns sem það kann að valda notanda eða öðrum, nema slíkt tjón verði rakið til stórkostlegs gáleysis eða ásetnings starfsmanna Kreditkorts. Kreditkort ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota Appið, um skemmri eða lengri tíma. 

Ákveðnar þjónustur eða aðgerðir í Appinu, sækja staðsetningu símans út frá GPS hnitum, netkerfum eða dreifikerfi símafyrirtækja. Hægt er að stýra aðgengi að slíkum þjónustum í símtækinu sjálfu. Kreditkort sækir aldrei upplýsingar varðandi staðsetningu úr símtækinu nema að ósk notanda. Öll samskipti frá símtæki notanda til Kreditkorts er varða fjárhagslegar færslur eru dulkóðaðar með SSL. 

Til að auka öryggi í símtækinu skuldbindur notandi sig til eftirfarandi: 

  • Að sækja forritið aðeins af dreifikerfi Apple í AppStore eða Google í PlayStore.
  • Að setja ekki forritið upp á síma með breyttu stýrikerfi eða Jailbreak.
  • Að setja forritið eingöngu og aðeins upp á síma sem er í eigu eða umsjá notanda.

Mælt er með því að notandi læsi Appinu með fjögurra stafa öryggisnúmeri. Kreditkort mælir einnig með því að virkjuð verði læsing á símtækinu sjálfu. Notandi ætti undir engum kringumstæðum að deila upplýsingum um öryggisnúmer eða veita öðrum aðila upplýsingar um öryggisnúmer. Notandi skuldbindur sig til að aftengja Appið ef hann lánar, selur eða heimilar öðrum umráð yfir símtæki sem tengst hefur Mínum síðum með Appinu. 

Ef notandi verður var við óeðlilega hegðun, tapar símtækinu sínu eða grunar að óviðkomandi hafi vitneskju um öryggisnúmer (PIN) í Appinu er það á ábyrgð notanda að loka fyrir aðgang að Appinu með því að hafa samband við þjónustuver Kreditkorts í síma 550 1500. Ef notandi lokar ekki fyrir aðgang að Appinu eða tilkynnir ekki samstundis til Þjónustuvers Kreditkorts tap á símtæki, grun eða vitneskju um óeðlilega hegðun eða misnotkun ber hann alla ábyrgð á hugsanlegri misnotkun á Appinu og tengingu þess við Mínar síður Kreditkorts og þess tjóns sem af því leiðir eða kann að leiða. 

Mínar síður skilmálar

1.       Inngangur

1.1     Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur og skilmála fyrir Mínar síður á kreditkort.is.

1.2     Mínar síður er tölvutenging viðskiptavinar við Kreditkort. Mínar síður á kreditkort.is gera viðskiptavinum Kreditkorts
kleift að sinna ýmiss konar banka- og fjárhagslegum aðgerðum, s.s. skoða stöðu á kortareikningum og upphæð ógreiddra reikninga, virkja kort, sækja PIN númer o.fl. á fljótlegan og einfaldan hátt án þess að heimsækja Kreditkort. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Kreditkorts www.kreditkort.is .

1.3     Kreditkort er sérhæft  kortaútibú innan Íslandsbanka hf., kt. 520307-0360, Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 550 1500, fax 550 1601, kreditkort@kreditkort.is, sem gefur kort út samkvæmt leyfi frá alþjóðlegri kortasamsteypu. Afgreiðslan er opin virka daga á auglýstum opnunartíma en þjónustusími er opinn allan sólarhringinn, alla daga í síma 550 1500. Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160, Hagasmára 3, 201 Kópavogi, sími 440 4000, islandsbanki@islandsbanki.is , er fjármálafyrirtæki samkvæmt 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki hefur starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu og lýtur jafnframt eftirliti þess. Afgreiðslan og þjónustuverið eru opin virka daga á auglýstum opnunartíma.

1.4     Færslur sem gerðar eru eftir kl. 21.00 kunna að bókast með færslum næsta virka dag. Stórgreiðslur, eins og þær eru skilgreindar af Reiknistofu bankanna og Seðlabanka Íslands á hverjum tíma, verður að framkvæma fyrir kl. 16:30 á virkum degi eigi þær að bókast með færslum samdægurs.

1.5     Kreditkort áskilur sér rétt til að loka Mínum síðum á kreditkort.is um stundarsakir ef nauðsyn krefur s.s. vegna tæknibilana, truflana í rekstri vinnsluaðila, álags eða annars konar truflana.

1.6     Skilmálar þessir og notkunarreglur eiga á sama hátt við um viðskiptavin sjálfan sem og þá starfsmenn hans sem á hverjum tíma hafa aðgang að  Mínum síðum.

2.       Notandaheiti og lykilorð

2.1     Viðskiptavinur notar í viðskiptum sínum á kreditkort.is kennitölu og lykilorð sem viðskiptavinur hefur þegar fengið úthlutað eða fær úthlutað við upphaf viðskipta samkvæmt skilmálum þessum eða rafræn skilríki. Rafrænt samþykki viðskiptavinar er jafngilt skriflegu. Mun viðskiptavinur þannig ekki bera fyrir sig að rafrænt samþykki sé ekki jafngilt skriflegu. Viðskiptavinur samþykkir að hlíta eftirfarandi reglum um notkun á kennitölu og lykilorði og rafrænum skilríkjum í tengslum við viðskipti sín á kreditkort.is.

2.2     Viðskiptavinur ábyrgist að varðveita slíkar öryggisupplýsingar með tryggum hætti og ber ábyrgð á því að þær berist ekki í hendur óviðkomandi aðila eða séu aðgengilegar öðrum. Viðskiptavinur skal t.d. ekki skilja við öryggisupplýsingar í vél- og hugbúnaði þannig að þau sitji eftir í innsláttarglugga í vefskoðara (browser) og séu þannig aðgengileg öðrum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum færslum þar sem rétt kennitala og lykilorð eða rafræn skilríki eru notuð en notkun rétts lykilorðs eða rafrænna skilríkja jafngildir undirskrift viðskiptavinar.

2.3     Viðskiptavini ber að tilkynna Kreditkorti án tafar ef hann hefur ástæðu til að ætla að óviðkomandi aðili hafi komist yfir upplýsingar um kennitölu og lykilorð eða rafræn skilríki hans að kreditkort.is og fá um leið úthlutað nýju lykilorði. Tilkynna skal slíkt til þjónustuvers Kreditkorts í síma 550 1500.

3.       Tölvutenging við kreditkort.is

3.1     Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á þeirri aðferð og þeim búnaði sem hann kýs að nota til tölvutengingar við Kreditkort vegna viðskipta á kreditkort.is. Á sama hátt ber viðskiptavinur ábyrgð á að búnaður hans sé rétt stilltur og í samræmi við fyrirmæli Kreditkort eins og þau kunna að vera á hverjum tíma. Í vafatilvikum ber að hafa samband við Kreditkort. Kreditkort skuldbindur sig til að gera viðskiptasíður sínar aðgengilegar á veraldarvefnum. Þó geta tæknibilanir valdið því að viðskiptasíður Kreditkorts verði óaðgengilegar um stundarsakir.

3.2     Kreditkort hefur heimild til að skoða tæknilegt umhverfi og tölvutengingar viðskiptavinar sem og önnur atriði er tengjast tölvutengingu við Kreditkort vegna viðskipta á kreditkort.is.

3.3     Viðskiptavinur  leggur til þann vél- og hugbúnað sem nauðsynlegur er til móttöku á þjónustu kreditkort.is.  Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir notkun á búnaðinum. Kreditkort ber ekki ábyrgð á því tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði bankans eða viðskiptavinar  eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að viðskipti á kreditkort.is  geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast.

4.       Tilkynningar til viðskiptavina

4.1     Kreditkorti er heimilt að senda allar tilkynningar til viðskiptavinar hvort sem er í almennum pósti eða með tölvupósti. Tölvupóstur telst kominn til viðskiptavinar þegar viðskiptavinur á möguleika á að nálgast tölvupóstinn. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því ef netþjónn hans kemur ekki tölvupósti til skila, t.d. vegna bilana í tölvukerfi, fulls pósthólfs, afskráningar af póstlista o.s.frv. Viðskiptavinur skal tilkynna Kreditkorti um leið og breyting verður á heimilisfangi, síma, tölvupóstfangi eða öðrum sambærilegum upplýsingum. Hafi tilkynning um breytingu ekki borist Kreditkorti teljast skilaboð og aðrar tilkynningar réttilega mótteknar af viðskiptavini séu þær sendar á skráð heimilisfang viðskiptavinar og/eða uppgefið tölvupóstfang. Lögheimili viðskiptavinar skal skoðast sem skráð heimilisfang í þessum skilningi, nema annað aðsetur hafi verið gefið upp skriflega í umsókn.

4.2     Til að tryggja öryggi í viðskiptum og rétta framkvæmd fyrirmæla samþykkir viðskiptavinur að símtöl við starfsmenn Kreditkorts kunni að vera hljóðrituð og ef á þarf að halda að þau séu notuð til að skera úr um ágreining sem rísa kann vegna viðskipta hans hjá Kreditkorti. Viðskiptavinur samþykkir að slík hljóðrituð símtöl teljist full sönnun þess sem fram fór milli aðila.

5.       Leiðréttingar

5.1     Viðskiptavinur skuldbindur sig til að fylgjast vel með stöðu á kortareikningum og öðrum aðgerðum sem framkvæmdar eru á kreditkort.is. Öll mistök sem verða vegna bilana eða rangrar virkni í tölvukerfum Kreditkorts skal Kreditkorti heimilt að leiðrétta án samráðs við viðskiptavin.

5.2     Viðskiptavinur er skuldbundinn til að gera Kreditkorti samstundis viðvart verði hann þess áskynja að mistök hafi átt sér stað varðandi aðgerðir sem framkvæmdar eru á kreditkort.is.

 6.       Gjaldtaka

6.1     Fyrir aðgang að Mínum síðum á kreditkort.is greiðir viðskiptavinur samkvæmt gildandi verðskrá Kreditkorts í samræmi við notkun sína og þá þjónustu sem er/verður í boði og viðskiptavinur nýtir sér nú eða síðar. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að kynna sér verðskrá Kreditkorts á hverjum tíma.

7.       Varúðarskylda viðskiptavinar

7.1     Viðskiptavinur ber einn ábyrgð á ákvörðunum sem hann tekur um aðgerðir og viðskipti á kreditkort.is.

7.2     Óski viðskiptavinur eftir áliti Kreditkorts í tengslum við ákvarðanir sínar um aðgerðir/viðskipti á kreditkort.is, er áréttað að slíkt álit er gefið án ábyrgðar og getur breyst fyrirvaralaust vegna breyttra markaðsaðstæðna.

8.       Breytingar á skilmálum

8.1     Kreditkort áskilur sér rétt til að breyta eða bæta við skilmála þessa án fyrirvara. Í því felst meðal annars að Kreditkort getur einhliða dregið úr eða aukið við þjónustu sem boðið er upp á á kreditkort.is. Viðskiptavinur er bundinn við þær breytingar, nema hann tilkynni Kreditkorti um uppsögn á samningnum með sannanlegum hætti innan 14 daga frá tilkynningu eða auglýsingu um breytta skilmála eða þjónustu. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að kynna sér allar slíkar tilkynningar sem honum berast og til að fylgjast vel með tilkynningum á viðskiptasíðum Kreditkorts á veraldarvefnum, en tilkynningar kunna að verða birtar eingöngu þar.

9.  Uppsögn,vanefndir o.fl.

9.1     Viðskiptavinur og Kreditkort geta hvenær sem er sagt upp aðgangi að Mínum síðum. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 14 dagar og telst frá þeim degi sem uppsögn berst gagnaðila með sannanlegum hætti. Sé aðgangi sagt upp gjaldfalla allar skuldir og gjöld viðskiptavinar við Kreditkort vegna viðskipta þeirra á milli á grundvelli skilmála þessara. Uppgjör skal fara fram að öllu leyti við lok uppsagnarfrests.

9.2     Hafi Kreditkort ástæðu til að ætla að vafi leiki á um aðgangsheimildir viðskiptavinar er Kreditkorti heimilt, en ekki skylt, að loka fyrir aðgang viðskiptavinar að Mínum síðum á kreditkort.is. Slík lokun getur verið tímabundin.

9.3     Kreditkorti er heimilt að loka aðgangi að Mínum síðum fyrirvaralaust og án tilkynningar ef viðskiptavinur vanefnir á einhvern hátt skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum eða öðrum skilmálum sem tengjast viðskiptum hans við Kreditkor, s.s. vegna misnotkunar, tilraunar til misnotkunar eða brots á skilmálunum. Leiti viðskiptavinur nauðasamninga, greiðslustöðvunar eða annarra sambærilegra réttarúrræða, er Kreditkori jafnframt heimilt að afturkalla fyrirvaralaust og án tilkynningar heimild viðskiptavinar til að eiga viðskipti. Hið sama gildir ef gert er árangurslaust fjárnám hjá honum, beðið er um uppboð á eignum hans, krafist er gjaldþrotaskipta á búi hans eða aðrar sambærilega aðstæður koma upp sem að mati Kreditkorts gefa til kynna slæma fjárhagsstöðu viðskiptavinar.

10.     Ábyrgð

10.1   Kreditkort ábyrgist tjón sem rekja má til saknæmrar háttsemi starfsmanna sinna. Kreditkort ber hins vegar ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til saknæmrar háttsemi annarra en starfsmanna Kreditkorts, eða ef tjón verður vegna utanaðkomandi atburðar án þess að starfsmenn Kreditkorts hafi átt þar hlut að máli, s.s. vegna tæknibilana, truflana í rekstri vinnsluaðila eða annars konar truflana.

10.2   Kreditkort skal í engu tilfelli teljast ábyrgur fyrir óþægindum, kostnaði, missi fjárfestingartækifæra eða öðru fjártjóni, beinu eða óbeinu, sem stafar af lokun, bilun, truflun eða annarri röskun á kreditkort.is eða annarri starfsemi Kreditkorts. Þegar þess er kostur skal Kreditkort tilkynna viðskiptavinum um slíkar truflanir með fyrirvara.

10.3   Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á því kjósi hann að eiga viðskipti á kreditkort.is frá öðru landi en Íslandi, en í einstaka ríkjum kann það að vera lögbrot að nota veraldarvefinn eða tiltekin fjarskiptatæki.  

10.4   Kreditkort ber ekki ábyrgð á tjóni viðskiptavinar sem hlotist getur af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun viðskiptavinar eða annarra aðila sem viðskiptavinur ber ábyrgð á, s.s. starfsmanns,  á notkunarreglum kreditkort.is. Á sama hátt undanskilur Kreditkort sig ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af röngum færslum viðskiptavinar eða annars aðila. Kreditkort ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.fl. ennfremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

11.     Trúnaður

11.1   Öll viðskipti sem eiga sér stað á grundvelli samnings sem byggir á skilmálum þessum eru trúnaðarmál.

12.     Önnur ákvæði

12.1   Mál milli viðskiptavinar og Kreditkorts út af skilmálum þessum, ágreiningi, brotum á skilmálunum eða samningum byggðum á þeim, skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mál vegna erlendra viðskipta viðskiptavinar skulu rekin fyrir þeim dómstóli sem samið hefur verið um í viðkomandi samningi eða samkvæmt alþjóðlegum lagaskilareglum.

12.2   Íslensk lög skulu gilda um samskipti viðskiptavinar og Kreditkorts. Um erlend viðskipti viðskiptavinar sem Kreditkort hefur milligöngu um gilda lög þess ríkis þar sem viðskiptin fóru fram, nema um annað hafi verið samið sérstaklega.

12.3   Að öðru leyti gilda um viðskipti samkvæmt skilmálum þessum reglur og skilmálar Kreditkorts varðandi þjónustu á kreditkort.is hverju sinni og viðskiptavinur hefur átt þess kost að kynna sér. Sem dæmi má nefna skilmála kreditkorta. Ákvæði almennra skilmála  Íslandsbanka gild einnig eftir því sem við á. Athygli viðskiptavinar hefur verið vakin á þessum skilmálum og hann hefur átt þess kost að kynna sér efni þeirra.

13.  Yfirlýsing viðskiptavinar

13.1   Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir viðskiptavinur að hann hafi kynnt sér ítarlega skilmála þessa um Mínar síður á kreditkort.is, og að sætta sig við efni þeirra í einu og öllu og skuldbindur sig til að hlíta þeim í hvívetna. 

Viðskiptavinur staðfestir sérstaklega:

          a)   Að hafa kynnt sér og samþykkt ákvæði skilmálanna um ábyrgð Kreditkorts.

          b)   Að hafa móttekið áskorun um að leita sér ráðgjafar um leiðir til að takmarka áhættu og haga viðskiptum/aðgerðum í samræmi við fjárhags-      stöðu og að bera einn ábyrgð á þeim fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru.    

14. Sérákvæði þegar viðskiptavinur er lögaðili 

14.1   Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á öllum aðgerðum sem starfsmenn hans framkvæma með réttri kennitölu og lykilorði hans eða rafrænum skilríkjum hvort sem starfsmenn hans eru innan aðgangsheimilda sem viðskiptavinur hefur úthlutað þeim eða ekki. Ákveði viðskiptavinur að afturkalla eða breyta aðgangsheimild einstakra starfsmanna sinna eða ef starfsmaður sem hefur aðgangsheimild hættir störfum, ber viðskiptavinur ábyrgð á því að aðgangsheimildir starfsmanns falli niður eða taki breytingum eftir því sem við á.  

14.2   Skilmálar þessir og notkunarreglur eiga á sama hátt við um viðskiptavin sjálfan sem og þá starfsmenn hans sem á hverjum tíma hafa aðgang að Mínum síðum á kreditkort.is.

14.3   Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að kynna starfsmönnum sínum sem hafa/fá aðgang að Mínum síðum á kreditkort.is skilmála þessa og notkunarreglur og verða þeir t.a.m. bundnir við yfirlýsingu í 15. gr. á sama hátt og viðskiptavinur.

14.4   Öll önnur ákvæði í skilmálum þessum eiga við um lögaðila á sama hátt og einstaklinga. 

15. Tryggingar og málskotsréttur

15.1   Komi upp ágreiningur milli viðskiptavinar og Kreditkorts um framkvæmd skilmála þessara eða einstaka þætti í framkvæmd þeirra er viðskiptavini unnt að skjóta ágreiningi til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.  Nefndin er í umsjón Fjármálaeftirlitsins en nálgast má málsskotseyðublöð hjá Kreditkorti eða á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.  Einnig er vakin athygli á lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingar fyrir fjárfesta.

16. Samþykki fyrir móttöku upplýsinga og kynningarefnis

16.1   Viðskiptavinur samþykkir að honum séu sendar með tölvupósti eða á annan hátt, upplýsingar og kynningarefni um nýjar vörur og þjónustu, sem byggðar eru á og sendar út eftir tölvuskráðum gögnum Kreditkorts um viðskiptavini sína.

17. Gildistími

17.1 Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og gilda frá og með 05.01.2018 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi samkvæmt 10.1 gr.

Reykjavík, janúar 2018

Kreditkort