Starfsemi Kreditkorts

Kreditkort var stofnað árið 1980. Fyrstu kortin sem gefin voru út voru Eurocard kort en til að byrja með var kortanotkun takmörkuð og undir ströngu eftirliti Seðlabankans. Samt sem áður jókst kortanotkun jafnt og þétt og fljótlega voru Íslendingar orðnir ein mesta kortaþjóð í heimi. Kreditkort hefur alltaf verið í fremstu röð greiðslukortafyrirtækja og hefur verið fyrst á markað með nýjungar, bæði á Íslandi og á heimsvísu. Mastercard Atlas ferðakortið hitti beint í mark hjá ungu fólki og urðu ein vinsælustu ferðakortin. Kreditkort var brautryðjandi í útgáfu fyrirframgreiddra korta, innleiðingu fríðindakerfa, ferðatrygginga og neyðaraðstoðar við korthafa. Útgáfa American Express korta í samstarfi við Icelandair árið 2008 setti ný viðmið í Vildarpunktasöfnun og fríðindum. Nýsköpun, með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi, er enn markmið Kreditkorts rúmlega þrjátíu árum eftir stofnun.

Ef þig vantar upplýsingar um starfsemi okkar er þér velkomið að koma við hjá okkur eða senda tölvupóst á netfangið kreditkort (hjá) kreditkort (.) is og við skoðum beiðni þína með ánægju.