Saga Kreditkorts

Kreditkort var stofnað árið 1980. Fyrstu útgefnu kortin voru Eurocard kort en fyrirtækið hefur ávallt verið leiðandi á markaði.

Við erum brautryðjandi í útgáfu fyrirframgreiddra korta, innleiðingu fríðindakerfa; ferðatrygginga og neyðaraðstoðar við korthafa. Útgáfa American Express korta í samstarfi við Icelandair árið 2008 setti ný viðmið í Vildarpunktasöfnun og fríðindum.

Nýsköpun, með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi, er enn markmið Kreditkorts þrjátíu árum eftir stofnun.

Hér fyrir neðan má lesa sögu fyrirtækisins þar sem stiklað er á stóru og smáu í gegnum tíðina.

Upphafið: 1980–1989

 • Upphafið
 • Aðstæður árið 1980 þegar nokkrir frumkvöðlar stofna fyrsta greiðslukortafyrirtæki á Íslandi, Kreditkort hf.
 • Seðlabankinn fylgist grannt með notkun kortanna erlendis fyrst um sinn
 • Fyrstu kortajólin
 • Fyrstu raðgreiðslurnar
 • Fyrsta Gullkortið á Íslandi

Lesa meira

 Fyrirtækið vex úr grasi: 1990-1999

 • Fyrirtækið verður 10 ára
 • Bankar og sparisjóðir eignast Kreditkort
 • Fyrsta greiðsludreifingin
 • „Posar“ líta dagsins ljós
 • Maestro debetkort
 • ATLAS kreditkort
 • Ferðaávísun
 • Bankarnir hefja útgáfu MasterCard korta
 • Fyrstu veltukortin
 • Auglýsingaherferð Hvíta hússins fyrir MasterCard slær í gegn
 • Sérkort Stöðvar
 • MasterCard Platinum

Lesa meira

 Saga Kreditkorts frá 2000 til 2010

 • Fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli.
 • Samningur næst við ríkið um þróun Innkaupakorts.
 • Seljendur geta tekið við Diners Club kortum.
 • Fyrsta Platinum debetkort í heimi, Maestro Platinum gefið út.
 • Ferðaávísun veltutengd.
 • Korthafar geta fylgst með stöðu korta sinna með SMS.
 • Útgáfa hafin á MasterCard Plús, fyrirframgreiddu kreditkorti.
 • Gengi erlendra færsla reiknað jafnóðum.
 • MasterCard Europe kaupir 45 auglýsingar úr herferð Hvíta hússins fyrir  MasterCard.
 • Fríðindaklúbbar MasterCard hefja göngu sína.
 • SPRON hefur útgáfu e-korts, nýrrar tegundar fríðindakorts.
 • Samið við American Express um að Kreditkort hf. annist færslusöfnun vegna American Express korta á Íslandi.
 • 100.000 MasterCard korthafar á Íslandi.
 • Glitnir, nú Íslandsbanki, eignast meirihluta í Kreditkorti.
 • Aukin söfnun korthafa inn á Ferðaávísun.
 • Fyrirtækinu skipt upp og verður Borgun og Kreditkort.
 • American Express kort gefin út í fyrsta sinn á Íslandi.
 • Sjóvá tekur við sem tryggingaaðili kortanna.
 • Almennt kort sett á markaðinn, stílað á þá sem vilja ódýrt kreditkort.
 • Points fríðindakerfi tekur við af ferðaávísun.

Þrjátíu ára tímamót Kreditkorts - 2010 til dagsins í dag

 • Kreditkort fagnar 30 ára afmælið sínu.
 • Útgáfa hafin á GottKort kortum í mars 2010.
 • Greiðslukortatímabilum breytt á einstaklingskortum í 27. - 26. hvers mánaðar.
 • Fékortið kynnt til leiks.
 • Íslandsbanki verður aðaleigandi Kreditkorts.
 • American Express útgáfu Kreditkorts hætt 31.desember 2017
 • Afgreiðsla Kreditkorts flutt á netið 6.júlí 2018

Lesa meira

Íslandsbanki verður aðaleigandi Kreditkorts árið 2012